Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

11. fundur 15. febrúar 2024 kl. 16:15 - 19:05 í Leikskóla Stykkishólms
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Margrét Pálsdótir varamaður
  • Hjalti Jóhann Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Elísabet Lára Björgvinsdóttir - (ELB) skólastjóri leikskóla
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Heimir Eyvindsson skólastjóri grunn- og tónlistarskóla
  • Þóra Sonja Helgadóttir fulltrúi foreldraráðs grunnskólans
  • Greta María Árnadóttir foreldraráði leikskóla
  • Sigurbjörg Ottesen
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir Ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Farið var yfir niðurstöður lesfimisprófa MMS í janúar. Helstu niðurstöður voru þær að bæting varð umfram væntingar í öllum bekkjum frá því í haust.

Rætt var um tölvu- og tækjakaup skólans. Þegar nýr tækjakostur verður kominn í gagnið munu snjallsíma reglur skólans verða endurskoðaðar.
Einnig var rætt um aukna opnun á frístundaheimili (Regnbogalandi). Æskilegt væri að yngstu nemendur skólans ættu kost á því að mæta í Regnbogaland dagana fyrir skólasetningu að hausti. Þetta eru nemendur sem ekki geta verið einir heima á meðan foreldrar eru í vinnu og einnig væri þetta góð aðlögun fyrir nemendur 1. bekkjar. Þeir gætu þá kynnast skólabyggingunni og yngstu nemendum áður en skólastarf hæfist að fullu. Skóla- og fræðslunefnd felur Heimi að hefja viðræður um þessa opnun við viðeigandi aðila svo sem Magnús Bæringsson íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Vinna við skóladagatal næsta skólaárs er langt komin. Æskilegt væri að samræma haust- og vetrarfrí á öllu Snæfellsnesi.

Rætt var stuttlega um vel heppnaða árshátíð. Samstarf við þorrablótsnefnd og Magnús Bæringsson íþrótta- og tómstundafulltrúa var virkilega gott.

2.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Lagt fram til kynningar.

Sigríður Ólöf Sigurðardóttir hefur tekið við sem umsjónarmaður Regnbogalands. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á starfseminni sem börn, starfsfólk og foreldrar eru ánægð með. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með nýjan umsjónarmann.

3.Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf

Málsnúmer 2401010Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur að frumvarpi til laga um æslulýðs- og íþróttastarf ásamt mati á áhrifum lagasetninga og umsögn sveitarfélagsins vegna málsins.
Lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar því að farið sé í þessa vinnu.

4.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Í erindisbréfi skóla- og fræðslunefndar stendur:„Að vori eða fyrir lok hvers skólaárs skal skólanefnd gera tillögu til bæjarstjórnar að skólagjöldum Tónlistarskólans næsta skólaárs.? Telur nefndin að endurskoða ætti þennan texta þar sem nefndin telur það ekki sitt hlutverk að koma með tillögur að upphæðum skólagjalda. Skóla- og fræðslunefnd felur Kristjóni Daðasyni deildarstjóra tónlistarskólans að ræða við Ríkharð Hrafnkelsson og/eða Þór Örn Jónsson um tillögu af afslætti af gjöldum einstaka nemenda tónlistarskólans vegna veikinda starfsmanna. Við teljum eðlilegt að mæta fjölskyldum með afslætti skólagjalda vegna mikilla forfalla kennara og nauðsynlegt er að ákveða hvernig eigi að mæta slíkum forföllum í framtíðinni. Tónlistarnám í Stykkishólmi hefur verið aðgengilegt og á viðráðanlegu verði sem er mjög jákvætt fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Kristjón fór yfir skort á viðhaldi á húsnæði tónlistarskólans. Skóla- og fræðslunefnd telur mjög brýnt að farið sé í nákvæma viðhaldsúttekt á húsnæði skólans m.a. vegna mikilla veikinda starfsmanna að undanförnu.

5.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Sigrún sagði frá skipulagsdegi 8. febrúar þar sem byrjað var á endurskoðun skólanámskrár og rætt um leikinn og aukið mikilvægi sjálfsprottins leiks í daglegu starfi. Starfsfólk er jákvætt út í þessa vinnu.

6.Mötuneyti

Málsnúmer 2402001Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir frá íbúa vegna matseðils í grunnskóla og leikskóla.
Skóla- og fræðslunefnd leggur það í hendur Heimis og Sigrúnar að fá næringarfræðing til að taka út matseðla skólana. Einnig telur nefndin að skoða ætti mötuneytismál sveitarfélagsins í heild sinni.

7.Umsögn um breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla

Málsnúmer 2402011Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að umsögn um breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla við niðurlagningu Laugagerðisskóla í samræmi við framlögð gögn og leiðbeiningar mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Skóla- og fræðslunefnd Stykkishólms gerir ekki athugasemd við ákvörðun sveitarstjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps um breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla við niðurlagningu Laugagerðisskóla, með vísan til fyrirliggjandi gagna, enda hefur nefndin ekki forsendur til þess að komast að annarri niðurstöðu.
Klukkan 18:30 viku af fundi Þóra Sonja Helgadóttir, Sigurbjörg Ottesen fulltrúi, Berglind Eva Ólafsdóttir, Greta María Árnadóttir og Hjalti Jóhann Helgason.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2401026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi vegna leikskólamála.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Getum við bætt efni síðunnar?