Fara í efni

Umsókn um stöðuleyfi - matarvagn

Málsnúmer 2402034

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 20. fundur - 13.03.2024

Lagt fram til afgreiðslu umsókn Baldurs Úlfarssonar og Heiðrúnar Jensdóttur um stöðuleyfi til 6 mánaða fyrir matarvagninn Agnið á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi n.t.t. þar sem matarvagnar hafa staðið undanfarin sumur. Í vagninum stendur til að selja ýmsa skyndirétti.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umsóknina.

Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024

Lagt fram til afgreiðslu umsókn Baldurs Úlfarssonar og Heiðrúnar Jensdóttur um stöðuleyfi til 6 mánaða fyrir matarvagninn Agnið á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi n.t.t. þar sem matarvagnar hafa staðið undanfarin sumur. Í vagninum stendur til að selja ýmsa skyndirétti.



Skipulagsnefnd gerði, á 20. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umsóknina.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis, með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn (SH) - 6. fundur - 11.04.2024

Lagt fram til afgreiðslu umsókn Baldurs Úlfarssonar og Heiðrúnar Jensdóttur um stöðuleyfi til 6 mánaða fyrir matarvagninn Agnið á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi n.t.t. þar sem matarvagnar hafa staðið undanfarin sumur. Í vagninum stendur til að selja ýmsa skyndirétti. Skipulagsnefnd gerði, á 20. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umsóknina.



Bæjarráð gerði, á 20. fundi sínum, ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis, með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Getum við bætt efni síðunnar?