Fara í efni

Bæjarráð

20. fundur 18. mars 2024 kl. 14:15 - 19:02 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 32

Málsnúmer 2401007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 33

Málsnúmer 2402004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Skipulagsnefnd - 20

Málsnúmer 2402002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 20. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Ungmennaráð - 5

Málsnúmer 2403001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 5. fundar ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 944.og 945. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lögð fram 179. fundargerð stjórnar SSV.
Lagt fram til kynningar.

7.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar tillögur að deiliskipulagi, ásamt öðrum gögnum. Skipulagsnefnd tók, á 20. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi tillögur og óskar eftir að fulltrúar verkefnisins komi til fundar við nefndina til að taka opið samtal um áhrif umræddra breytinga á forsendur lóðarhafa og umhverfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

8.Kallhamar-Hamraendar-ASK br. 2024

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2024 og drög að vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Kallhamar og Hamraenda.



Skipulagsnefnd fól, á 20. fundi sínum, bæjarstjóra að koma áherslum sínum á framfæri við skipulagshönnuð og vísaði málinu til frekari vinnslu í nefndinni.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

9.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2024

Málsnúmer 2403015Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir styrki til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar ásamt umsókn sveitarfélagsins í framkvæmdasjóð aldraðra.
Lagt fram til kynningar.
Sigurður Grétar koma inn á fund.

11.Bætt loftgæði í Tónlistarskóla Stykkishólms

Málsnúmer 2403019Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna vinnu við bætt loftgæði í Tónlistarskóla Stykkishólms.
Lagt fram til kynningar.


Sigurður Grétar vék af fundi.

12.Umsókn um rekstrarleyfi - Aðalgata 20

Málsnúmer 2402031Vakta málsnúmer

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Arnarhólma ehf um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sem rekinn verður sem Adalgata20, að Aðalgötu 20.
Bæjarráð hefur ekki athugsemdir við veitingu rekstarleyfi fyir gististað í flokki II við Aðalgötu 20 til Arnarhólma ehf, enda er lóðin á miðsvæði samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins.

13.Frammistöðuskýrsla Snæfellsness vegna EarthCheck umhverfisvottunar

Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer

Lögð fram fram frammistöðuskýrsla Snæfellsness vegna EarthCheck umhverfisvottunar.
Lagt fram til kynningar.

14.Stofnun barnaverndarþjónustu Snæfellsness, Borgarbyggðar & Hvalfjarðarsveitar

Málsnúmer 2403002Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga til sveitarstjórna á Snæfellsnesi, Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit að stofnuð verði sameiginleg Barnaverndarþjónusta Vesturlands, þar sem Borgarbyggð verður leiðandi sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir þátttöku sveitarfélagsins um samstarf um barnaverndarþjónustu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við fyrirliggjandi tillögu sem felur í sér framsal á valdi í barnaverndarþjónustu til Borgarbyggðar.

15.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambandsins

Málsnúmer 2403011Vakta málsnúmer

Lögð fram áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Þá er einnig lagt fram viðbótarerindi frá Sambandinu þar sem áréttað er að samningsumboð Sambandsins nær ekki yfir yfirlýsingu sem þessa og því einungis um áskorun að ræða frá Sambandinu.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið leggi sitt að mörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

16.Þjóðhátíðarnefnd

Málsnúmer 2211003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi forsætisráðuneytisins vegna hátíðarhalda í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins.



Kjör í Þjóðhátíðarnefnd vegna hátíðarhalda 17. júní 2024 liggur fyrir bæjarstjórn en gera má ráð fyrir að vel verði lagt í dagskrána víðsvegar um land í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins nú í ár.
Bæjarráð vísar skipun nefndarinnar til næsta bæjarstjórnarfundar.

17.Frumvarp til laga um inngildandi menntun

Málsnúmer 2403012Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar drög að frumvarpi til laga um inngildandi menntun, ásamt samntekt af samráðs- og kynningarfundi vegna frumvarpsins.
Bæjarráð samþykkir að boða til samtals við sveitarfélögin á Snæfellsnesi um mögulegar áherslubreytingar á Félags-og Skólaþjónustu Snæfellinga samhliða þeim breytingum sem frumvarpið felur í sér. Bæjarráð telur að það væri kostur ef skólastjórnendur á Snæfellsnesinu taki þátt í umræðunni á þeim fundi.

18.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Lagðar fram styrkumsóknir sem borist hafa bæjarstjórn en umsóknarfrestur rennur út 19. mars.
Bæjarráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

19.Drög að borgarstefnu

Málsnúmer 2403014Vakta málsnúmer

Drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Kallað er eftir áliti almennings og annarra hagaðila.
Bæjarráð tekur undir megináherslur í stefnunni, sér í lagi um að Akureyri verði skilgreind svæðisborg.

20.Ljósmyndasafn Stykkishólms - Staða safnsins og framtíðarsýn

Málsnúmer 1905011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ingvari Víkingssyni vegna framtíðarhugmynda fyrir ljósmyndasafn Stykkishólms.
Bæjarráð óskar eftir að Ingvar komi til fundar við ráðið og geri frekari grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir safnið.
Fulltrúar frá Parka og Green parking komu inn á fundinn.

21.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana koma jafnframt til fundar við bæjarráð og gera grein fyrir tillögum sínum.
Fulltrúar frá Parka og Green parking gerðu grein fyrir tillögum sínum. Málinu vísað til nánari vinnslu í bæjarráði.
Fulltrúar frá Parka og Green parking véku af fundi.

22.Gervigrasvöllur við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi

Málsnúmer 2104021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi vegna gervigrasvallar við Íþróttamiðstöðina ásamt eldri gögnum um málið.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar við gerð næsta viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Einar Srand slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn.

23.Endurskoðun á tækjakosti slökkviliðs

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra þar sem hann leggur til kaup á körfu/stigabíl með dælu ásamt nauðsynlegum búnaði í skiptum fyrir eldri dælubíl.
Einar Strand slökkviliðsstjóri kom inná fundinn og gerði grein fyrir sínum tillögum.

Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna, en óskar eftir nákvæmari upplýsingum og útlistun á heildarkostnað þannig að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun.
Einar vék af fundi.

24.Úlfarsfell - umsókn um frkvleyfi fyrir vegi

Málsnúmer 2309009Vakta málsnúmer

Lagt er fram til afgreiðslu erindi frá Andrési Þór Hinrikssyni dags. 26.02.2024 vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Úlfarsfells í Álftafirði. Í erindinu dregur landeigandi umsókn sína til baka.



Í lok ágúst 2023 barst skipulagsfulltrúa ábending um vegagerð í landi Úlfarsfells án framkvæmdaleyfis. Skipulagsfulltrúi setti sig tafarlaust í samband við landeiganda og stöðvaði framkvæmdirnar í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar þar til vettvangsskoðun hefði farið fram.



Vettvangsskoðun fór fram 8. september 2023 og kom þá í ljós að framkvæmdir við veginn voru mjög langt komnar. Í framhaldi af vettvangsskoðun sótti landeigandi um framkvæmdaleyfi.



Skipulagsfulltrúi vísaði málinu til umræðu og afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem á 15. fundi sínum þann 15. nóvember 2023, frestaði afgreiðslu málsins þar til formleg umsókn um framkvæmdarleyfi ásamt tilskyldum fylgiskjölum skv. reglugerð um framkvæmdarleyfi 772/20212 hafi borist. Í bókun sinni ítrekaði nefndin jafnframt að landeigendum beri að afla tilskilinna leyfa áður en ráðist er í framkvæmdir.



Á 20. fundi skipulagsnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir samskiptum sínum við framkvæmdaraðila og að verið sé að vinna í að skila umbeðnum gögnum.



Skipulagsnefnd hvatti framkvæmdaraðila til þess að skila inn umbeðnum gögnum í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Vakin er athygli á því að berist ekki umbeðin gögn er sveitarfélaginu heimilt að beita úrræðum í samræmi við 3. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

25.Umsókn um stöðuleyfi - matarvagn

Málsnúmer 2402034Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu umsókn Baldurs Úlfarssonar og Heiðrúnar Jensdóttur um stöðuleyfi til 6 mánaða fyrir matarvagninn Agnið á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi n.t.t. þar sem matarvagnar hafa staðið undanfarin sumur. Í vagninum stendur til að selja ýmsa skyndirétti.



Skipulagsnefnd gerði, á 20. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umsóknina.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis, með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu hafnarstjórnar.

26.Stöðuleyfi - Pylsuvagn

Málsnúmer 1602025Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu umsókn Evu Guðbrandsdóttur um stöðuleyfi til 6 mánaða (frá 23.03.2024-01.11.2024) fyrir matarvagni á bílastæði framan við Hólmgarð.



Á 20. fundi sínum gerðir skipulagsnefnd ekki athugasemd við umsóknina.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis.

27.Birkilundur - br á aðalskipulagi

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Þann 25. janúar sl samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. með vísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Fyrirhuguð breyting tekur Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.



Athugasemdafrestur við skipulagslýsingu var til og með 13. mars 2024.



Lagðar eru fram þær athugasemdir sem bárust. Á 20. fundi sínum tók skipulagsnefnd jákvætt í að skoða stækkun á íbúðarsvæði vegna aðalskipulagsbreytinga við Birkilund, sem nái þá til lóðar 44. Skiplagsnefnd vísar að öðru leyti athugasemdum til yfirferðar og vinnslu hjá hönnuði og í framhaldinu verða athugasemdir skoðaðar og tekið tillit til þeirra, eftir atvikum, í endanlegri tillögugerð að aðalskipulagsbreytingu sem stefnt er að verði lögð fyrir skipulagsnefnd á næsta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd lagði áherslu á að við vinnslu á deiliskipulagstillögu verði jafnframt horft til fyrirliggjandi athugasemda eftir atvikum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

28.Saurar 9 - stofnun lóða

Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stofnun fjögurra íbúðarhúsa og þriggja frístundahúsa í landi Saura 9 (Vigraholti) með breyttri staðsetningu frístundahúsa.



Á 14. fundi skipulagsnefndar þann 11. október sl. samþykkti nefndin umsókn Vigraholts ehf. um stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í landi Saura 9 (Vigraholts) á grunni gildandi aðalskipulags í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 12. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og í samræmi við framlagðan uppdrátt. Jafnframt bókaði nefndin að liggi ekki fyrir undirritað samþykki eigenda aðliggjandi jarða og/eða landsspilda, skuli grenndarkynna fyrirhugaða stofnun lóða. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs og 18. fundi bæjarstjórnar.



Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum að kynna stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í samræmi við framlagðan uppdrátt. Kynna skyldi íbúðarhúsalóðir fyrir landeigendum Saura og Norðuráss og frístundahúsalóðir fyrir landeigendum Þingskálaness.



Við kynningu bárust athugasmdir frá lóðarhöfum Norðuráss, en ekki voru gerðar athugasemdir við stofnun lóða á Vigranesi.



Skipulagsnefnd taldi á 20. fundi sínum ekki að forsendur til þess að hafna umræddri beiðni á grunni athugasemdar frá Norðurási, enda er ljóst að núverandi aðstæður og skipulagsáform heimila ekki þá starfsemi sem hugmyndir erum um vegna nálægðar við íbúarsvæði.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur bæjarstjóra að svara erindinu með ítarlegri hætti ef tilefni er til.

29.Hjallatangi 48 - DSK óv br

Málsnúmer 2403009Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Nónvíkur frá 2011 vegna Hjallatanga 48.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 20. fundi sínum, að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46 samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/201, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir, í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar, að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/201, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur bæjarstjóra að afgreiða tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi til Skipulagsstofnunar hafi engar athugasemdir borist við grenndarkynningu eða ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Heimir Eymundarson skólastjóri Grunnskólans kom inn á fundinn.

30.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2024-2025

Málsnúmer 2402017Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi kemur til fundar við bæjarráð til þess að ræða um áherslur í starfi skólans á næsta skólaári og tillögu að kennslukvóta.
Heimir Eymundarson, skólastjóri, kom inn á fundinn og gerði grein fyrir ósk sinni um kennslukvóta fyrir skólaárið 2024-2025.

Bæjarráð samþykkir að kennslukvóti verði 463 tímar skólaárið 2024-2025.
Heimir vék af fundi.

31.Uppbygging hafnarmannvirkja Stykkishólmshafnar

Málsnúmer 2310037Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni um framtíðaruppbyggingu hafnarmannvirkja ásamt fyrirliggjandi samgönguáætlun.
Bæjarráð óskar eftir því að fjárveitingum úr samgönguáætlun verði ráðstafað í samræmi við fyrirliggjandi áherslur í minnisblaði Vegagerðarinnar þannig að hefjast megi handa við að fjölga flotbryggjum í Stykkishólmshöfn og að nauðsynlegar endurbætur hafsskipabryggju geti hafist sem fyrst sem og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í Stykkishólmshöfn.

32.Ráðning byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða hæfninefndar og ráðgjafa um ráðningu byggingarfulltrúa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu hæfnisnefndar um ráðningu byggingafulltrúa.

33.Útsvar á fjármagnstekjur

Málsnúmer 2403017Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Í-lista þar sem lagt er til að bæjaryfirvöld sendi hvatningu til ríkisvaldsins um að gera lagabreytingar þess efnis að útsvar verði lagt ofaná fjármagnstekjur. Það getur ekki gengið að sveitarfélagið fái engan hlut fjarmagnstekna en þurfa að standa undir allri nærþjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.

34.Kynningarfundur

Málsnúmer 2403016Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Í-lista þar sem lagt er til að bæjaryfirvöld haldi opinn kynningarfund fyrir bæjarbúa á niðurstöðu reikninga ár hvert fljótlega eftir að niðurstaðan liggur fyrir. Við teljum réttara og betra fyrir stefnumótun í fjármálum sveitarfélagsins að leggja áherslu á kynningu niðurstöðu rekstursins en að kynna áætlanir líkt og gert hefur verið undanfarin ár.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Sigurður Grétar Jónasson kom inn á fundinn.

35.Ósk um uppskiptingu lóðar

Málsnúmer 2311005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Vilborgar Önnu Árnadóttur vegna Reitarvegs 8, þar sem að óskað er eftir að lóðinni verði skipt upp frá því að vera sameiginleg fyrir allt húsið í séreign fyrir hvern matshluta.
Sigurður Grétar Jónasson, verkefnastjóri framkvæmda- og eigna, kom inn á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Bæjarráð leggur til við eigendur við Reitarveg 8 að þeir kanni fyrst þann möguleika að gera breytingar á eignaskiptasamningi.
Sigurður Grétar vék af fundi.

36.Norrænt þjóðdansamót 2025

Málsnúmer 2403018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Atla Frey Hjaltasyni, f.h. Þjóðdansafélags Reykjavíkur sem fer þess á leit að fá að halda Norrænt þjóðdansamót í Stykkishólmi sumarið 2025.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 19:02.

Getum við bætt efni síðunnar?