Fara í efni

Kynningarfundur um fjármál sveitarfélagsins

Málsnúmer 2404035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Á 23. fundi bæjarstjórnar lagði Íbúalistinn áherslu á að eftir afgreiðslu ársreiknings ár hvert, verði í framhaldi haldinn opinn kynningarfundur fyrir íbúa sveitarfélagsins þar sem gerð verði grein fyrir niðurstöðu reikninganna og hvernig niðurstaðan er miðað við upphaflega fjárhagsáætlun ársins. Einnig verði gerð grein fyrir þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir að haldin verði opin fundur um fjármál sveitarfélagsins strax eftir næsta bæjarstjórnarfund.
Getum við bætt efni síðunnar?