Umsókn um námvist utan lögheimilissveitarfélags
Málsnúmer 2502024
Vakta málsnúmerBæjarráð - 31. fundur - 24.03.2025
Lögð fram umsókn um námvist utan lögheimilissveitarfélags, ásamt umsögn Grunnskólans í Stykkishólmi og Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra fullnaðarumboð til að afgreiða erindið í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð - 35. fundur - 08.08.2025
Lögð fram tölvupóstsamskipti við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar varðandi greiðslur fyrir námvist utan lögheimilissveitarfélags. Þá er lögð fram beiðni Reykjavíkurborgar um endurupptöku málsins.
Bæjarráð telur ólíklegt, hefði umsókn borist síðastliðið haust, að umsókn hefði verið samþykkt þar sem um er að ræða undantekningu frá meginreglu um námsvist í lögheimilissveitarfélagi. Engar skýringar eða gögn liggja fyrir um ástæðu þess að sótt er um námsvist utan lögheimilissveitarfélags og ítrekað hefur verið reynt af hálfu starfsmanna sveitarfélagsins að ná sambandi við umsækjenda til að leiðbeina um lögheimilisbreytingu, en umsækjandi svaraði ekki símtölum og ef umsækjandi svaraði þá var lagt á um hæl. Bæjarráð telur sanngjarnt í ljósi atvika og ábyrgðar hvors sveitarfélags um sig að ábyrgð á kostnaði sé skipt og fellst á að greiða fimm mánuði af starfstíma nemenda sem er að lágmarki 9 mánuðir á ári skv. 28. gr. laga um grunnskóla.