Fara í efni

Bæjarráð

35. fundur 08. ágúst 2025 kl. 13:15 - 15:58 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Gyða Steinsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gyða Steinsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 31

Málsnúmer 2507001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 31. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um lóð - Aðalgata 17

Málsnúmer 2508001Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Heiðrúnar Höskuldsdóttur, fyrir hönd Bókaverzlunar Breiðafjarðar, um lóðina Aðalgötu 17.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Aðalgata 17 til Bókarverzlunar Breiðafjarðar ehf.

3.Umsóknir um tónlistanám utan lögheimilis

Málsnúmer 2406020Vakta málsnúmer

Á 24. fundi bæjarráðs var samþykkt að útbúnar verði reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í þessum málaflokki áður en aðrar umsóknir verði teknar til afgreiðslu.



Málefnið tekið til umfjöllunar á 33. fundi bæjarráðs og þá frestað til næsta bæjarráðsfundar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir með vísan til reglna Sveitarfélagsins Stykkishólms um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.

4.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2505056Vakta málsnúmer

Lagðar fram endurskoðaðar reglur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um sérstakan húsnæðistuðning og drög að reglum um fjárhagsaðstoð.



Bæjarráð samþykkti reglurnar á 34. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á 38. fundi sínum, vísaði bæjarstjórn reglunum til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkir og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um sérstakan húsnæðistuðning og reglur um fjárhagsaðstoð.

5.Ósk Íslenska Gámafélagsins um landsvæði til afnota

Málsnúmer 2508002Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Íslenska Gámafélagsins ehf. um landsvæði til afnota við atvinnustarfsemi félagsins.
Bæjarráð tekur jákvætt í stækkun á athafnarsvæði félagsins en óskar umsagnar skipulagsnefndar til erindisins áður en formleg afstaða sé tekin til þess.

6.Umsókn um námvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2502024Vakta málsnúmer

Lögð fram tölvupóstsamskipti við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar varðandi greiðslur fyrir námvist utan lögheimilissveitarfélags. Þá er lögð fram beiðni Reykjavíkurborgar um endurupptöku málsins.
Bæjarráð telur ólíklegt, hefði umsókn borist síðastliðið haust, að umsókn hefði verið samþykkt þar sem um er að ræða undantekningu frá meginreglu um námsvist í lögheimilissveitarfélagi. Engar skýringar eða gögn liggja fyrir um ástæðu þess að sótt er um námsvist utan lögheimilissveitarfélags og ítrekað hefur verið reynt af hálfu starfsmanna sveitarfélagsins að ná sambandi við umsækjenda til að leiðbeina um lögheimilisbreytingu, en umsækjandi svaraði ekki símtölum og ef umsækjandi svaraði þá var lagt á um hæl. Bæjarráð telur sanngjarnt í ljósi atvika og ábyrgðar hvors sveitarfélags um sig að ábyrgð á kostnaði sé skipt og fellst á að greiða fimm mánuði af starfstíma nemenda sem er að lágmarki 9 mánuðir á ári skv. 28. gr. laga um grunnskóla.

7.Ágangur búfjár - Kljá

Málsnúmer 2408009Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um smölun ásamt svari sveitarfélagsins og viðbrögðum við því.
Bæjarráð staðfestir málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins og frestar afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir.

8.Ágangur búfjár - Hrísakot og Hrísafell

Málsnúmer 2408007Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um smölun ásamt svari sveitarfélagsins og viðbrögðum við því.
Bæjarráð staðfestir málsmeðferð og viðbrögð sveitarfélagsins og frestar afgreiðslu málsins þar sem umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir.

9.Ferðaþjónustusvæði í landi Hóla, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2506024Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk landeiganda að breyta deiliskipulagi Ferðaþjónustusvæðis í landi Hóla 1, skv. 43. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagið var samþykkt 15.11.2001 og birt i B-deild 2. mars 2004, nr. 24/2004. Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er landnotkun Hóla 1 AF afþreyingar- og ferðamannasvæði. Deiliskipulagssvæðið stækkar og áætlað er að byggja nýtt hótel á lóðinni við hliðina á því eldra sem verður nýtt sem starfsmannarými. Gert verður ráð fyrir allt að 80 herbergjum. Áætlað er að breyta aðkomu að hótelinu frá Snæfellsnesvegi nr. 54, í samráði við Vegagerðina. Einnig er áætlað að skipta upp núverandi landi hótelsins og gera ráð fyrir einbýlishúsalóð með útihúsum og sumarhúsalóð. Tjaldsvæði, sem er á núverandi deiliskipulagi, verður tekið út.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 31. fundi sínum, fyrir sitt leyti að landeigandi vinni að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd taldi þó að breyta þurfi aðalskipulagi Helgafellssveitar þar sem landnotkun breytist úr AF - afþreyingar- og ferðamannasvæði í VÞ - verslunar- og þjónustusvæði þar sem taka á út tjaldsvæði og byggja nýtt hótel. Enn fremur breytist landnotkun þar sem sumarhús eru í F -frístundabyggð. Gera þurfi skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar sbr. 30. gr. skipulagslaga ásamt lýsingu fyrir breytingu á deiliskipulaginu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Bæjarráð samþykkir að landeigandi vinni að breytingu á deiliskipulagi og staðfestir að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar.

10.Breyting á deiliskipulagi Víkurhverfis

Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma breytingatillögunnar, samanber 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, ásamt tillögu að svörum nefndarinnar. Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist er við athugasemdum.



Skipulagsnefnd samþykkti á 31. fundi sínum viðbrögð við athugasemdum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Bæjarráð telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta auglýsingu um skipulagið í B-deild Stjórnartíðina. Þeim sem athugasemdir gerðu við tillöguna verði tilkynnt um niðurstöðu málsins.

Samþykkt með 2 atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur bæjarfulltrúa H -lista. Haukur Garðarsson bæjarfulltrúi Í-lista situr hjá.

11.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um heimild til gjaldfrelsis bílastæða fyrir viðskiptavini fastra rekstraraðila á hafnarsvæði Stykkishólms samkvæmt nánari útfærslu Parka ehf.
Bæjarráð samþykkir að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu með því að veita ferðaþjónustuaðilum í veitingarekstri og hafsækinni upplifunarþjónustu heimild til þess að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 með útfærslu sem er í boði í gegnum Parka Lausnir ehf.

Bæjarráð vísar að öðru leyti áframhaldandi gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar til umfjöllunar hjá atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Í framhaldi af þeim fundi verði haldinn sameiginlegum fundur fulltrúa sveitarfélagsins með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaraðilum varðandi útfærslu á gjaldtöku.

12.Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi

Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að auglýsingu þar sem sveitarfélagið óskar eftir viðræðum við áhugasama aðila um samstarf um uppbyggingu vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi í Stykkishólmi sem getur orðið grundvöllur að lóðarúthlutun í framhaldinu.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir aðilum til samstarfs um uppbyggingu íbúðahverfis í Víkurhverfi í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.

13.Lóð R1 í Víkurhverfi

Málsnúmer 2306038Vakta málsnúmer

Á 34. fundi bæjarráðs var lagt til að lóðin R1 í Víkurhverfi verði auglýst laus til umsóknar með það að markmiði að umsækjandi sæki til sveitarfélagsins um heimild til uppbyggingar á lóðinni á grunni gr. 4.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins með þeirri forsendu að miðað verði við 600 fm2 byggingarmagn, bílastæði snúi að Borgarbraut og íbúðir verði allt að fjórar með bílskúrsheimild. Forgangsröðun úthlutunnar til áhugasamra aðila skuli byggja á gr. 4.2.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn samþykkti, á 38. fundi sínum, að auglýsa eftir áhugasömum aðilum á framangreindum forsendum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi sem getur orðið grundvöllur að lóðarúthlutun í framhaldinu. Auglýst var eftir áhugasömum til samtals um uppbyggingu á lóðinni 27. júní sl. Einn aðili, Skipavík ehf., sóttist eftir samtali við sveitarfélagið um uppbyggingu á lóðinni. Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra ásamt tillögu að afgreiðslu málsins.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028

Málsnúmer 2508003Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028.
Bæjarráð samþykkir tilfærslur á fjárfestingarliðum og vísar þeim til vinnslu við viðauka 2.

Samþykkt með 2 atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur bæjarfulltrúa H -lista. Haukur Garðarsson bæjarfulltrúi Í-lista situr hjá.

15.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2404026Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.
Bæjarráð samþykkir skólagöngu í umræddum skóla gegn því að Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga komi á samkomulagi um skólagöngu nemanda milli lögheimilissveitarfélags og viðtökusveitarfélags.

Fundi slitið - kl. 15:58.

Getum við bætt efni síðunnar?