Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi vegna veitingasölu í Baldri
Málsnúmer 2504012
Vakta málsnúmerBæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025
Lögð fram umsókn Ferjuleigu ehf. um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingastofa og greiðasala, sem rekinn verður um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri SH (3039) sem er skráð með heimahöfn í Stykkishólmshöfn.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umbeðið rekstrarleyfi.