Fara í efni

Tónmenntakennsla í Grunnskólanum í Stykkishólmi

Málsnúmer 2510008

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 22. fundur - 14.10.2025

Lögð fram ábending frá íbúa þar sem vakin er athygli á að efla þurfi tónmenntarkennslu í Grunnskólanum í Stykkishólmi.
Vegna skorts á sérhæfðu rými fyrir tónmennt er erfitt að bjóða upp á markvissa og vandaða tónmenntakennslu. Reglulega er haldinn söngsalur og kennarar yngri bekkja syngja og kynna tónlist fyrir nemendum. Í skoðun er að bæta við þematengdri vinnu á næsta ári þar sem boðið yrði upp á tónmennt.

Bæjarráð - 37. fundur - 22.10.2025

Lögð fram ábending frá íbúa þar sem vakin er athygli á að efla þurfi tónmenntarkennslu í Grunnskólanum í Stykkishólmi.



Málið var tekið til umræðu á 22. fundi skóla- og fræðslunefndar. Vegna skorts á sérhæfðu rými fyrir tónmennt er erfitt að bjóða upp á markvissa og vandaða tónmenntakennslu. Reglulega er haldinn söngsalur og kennarar yngri bekkja syngja og kynna tónlist fyrir nemendum. Í skoðun er að bæta við þematengdri vinnu á næsta ári þar sem boðið yrði upp á tónmennt.
Bæjarráð þakkar fyrir skýringarnar og leggur áherslu á mikilvægi tónlistarnáms í sveitarfélaginu.
Getum við bætt efni síðunnar?