Fara í efni

Bæjarráð

37. fundur 22. október 2025 kl. 14:15 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Gyða Steinsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 34

Málsnúmer 2510001FVakta málsnúmer

Lögð fram 34. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skóla- og fræðslunefnd - 22

Málsnúmer 2509006FVakta málsnúmer

Lögð fram 22. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 986. fundar stjórnar Sambandsins frá 10. október 2025.
Lagt fram til kynningar.

4.Stjörnuleikar - Allir með

Málsnúmer 2510011Vakta málsnúmer

Lagt fram formlegt erindi, frá Svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Vesturlandi og HSH, þar sem óskað er eftir að halda Stjörnuleikana í Stykkishólmi 2. nóvember næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að veita aðstöðustyrk í samræmi við erindið.

5.Orkuframboð í Stykkishólmi og afhendingargeta

Málsnúmer 2510012Vakta málsnúmer

Orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, og afhendingargeta þessara innviða eru lykilþættir í áframhaldandi uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra og Hamraenda. Tryggja þarf að fyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi eða byggja upp atvinnurekstur í Stykkishólmi hafi skýrar og aðgengilegar upplýsingar um stöðu orkuframboðs, möguleika á tengingum og framtíðarafhendingu.



Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi heildaryfirsýn yfir stöðu mála í samstarfi við veitufyrirtækin, þannig að hægt sé að bregðast tímanlega við aukinni eftirspurn og stuðla að öruggri og sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er jafnframt forsenda þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir um skipulag, leyfisveitingar og framtíðarstefnumótun í atvinnu- og umhverfismálum bæjarins.



Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að kortleggja stöðuna í samvinnu við Rarik ohf. (rafmagn) og Veitur ohf. (heitt vatn), nánar tiltekið um núverandi stöðu, helstu áskoranir og framtíðarþörf til næstu 5, 15 og 30 ára. Í því sambandi ber að skoða sérstaklega hvernig áætlanir um uppbyggingu iðnaðarsvæða við Kallhamra (Grænir iðngarðar) og Hamraenda, miðað við núverandi skipulagsáform og byggingarreiti, samrýmast fyrirhuguðu orkuframboði og afhendingargetu. Þannig verður tryggt að umsóknir um tengingar og leyfisveitingar geti tekið mið af raunhæfum forsendum og stuðlað að sjálfbærri og öruggri þróun atvinnusvæða.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

6.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum (þjóðferjuleiðir)

Málsnúmer 2102037Vakta málsnúmer

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir).
Bæjarráð Stykkishólms tekur undir tilgang frumvarpsins og mikilvægi þess að gera ferjuleiðir að þjóðferjuleiðum þannig að slíkar samgöngur séu jafnsettar stöðu þjóðvega. Þessi breyting mun tryggja að þær leiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna í samgönguáætlun hverju sinni og þeim fjárveitingum sem þar koma fram, enda eru umræddar tengingar eyjanna við samgöngukerfið afar mikilvægar fyrir íbúa, gesti og atvinnustarfsemi á þeim svæðum sem þarna falla undir.

Bæjarráð Stykkishólms undirstrikar mikilvægi ferjuleiðarinnar um Breiðafjörð, sem tengir bæði Flatey og aðrar eyjar sem eru byggðar hluta ársins, ásamt því að tengja sunnanverða Vestfirði við þjóðvegakerfið. Mikil umferð ferðamanna er milli Snæfellsness og Vestfjarða og gegnir þar ferjuleiðin um Breiðafjörð lykil hlutverki.

7.Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík og öðrum svæðum í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Stykkishólmur leggur ríka áherslu á að bæjarumhverfi sé snyrtilegt, öruggt og vel við haldið. Slíkt umhverfi styrkir ímynd og aðdráttarafl bæjarins, stuðlar að jákvæðri upplifun íbúa og gesta og endurspeglar virðingu fyrir náttúru og samfélagi. Regluleg umhirða og ábyrg umgengni við opin svæði eru jafnframt lykilþættir í markmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum.



Hafnarstjórn hefur á undanförnum árum lagt ríka áherslu á að ráðist verði í átak til fegrunar og snyrtingar á hafnarsvæðinu við Skipavíkurhöfn, einkum með tilliti til báta og vagna sem hafa staðið óhreyfðir um lengri tíma og jafnvel legið undir skemmdum.



Á 53. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar var fjallað um sama málefni. Nefndin taldi skynsamlegt að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til ábyrgðar og góðrar umhirðu í sínu nærumhverfi, auk þess sem bent var á heimildir heilbrigðisnefndar til að hlutast til um fjarlægingu lausafjármuna, þar á meðal númeralausra bifreiða og bílflaka.



Í framhaldi af þessu samþykkti hafnarstjórn á 5. fundi sínum að leita formlegs samstarfs við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun hafnarsvæðisins við Skipavík, í samræmi við framangreindar tillögur, og að unnið verði að því að fjarlægja báta, tæki og önnur farartæki sem ekki eru í notkun.



Sveitarfélagið hefur unnið í samræmi við þessar áherslur síðustu ár, en ljóst er að þörf er á frekari eftirfylgni og aðgerðum til að ná fram markvissum og varanlegum árangri.



Sveitarfélagið vill ganga á undan með góðu fordæmi og tryggja að hafnarsvæðið, sem og önnur svæði í eigu þess, séu snyrtileg, örugg og vel við haldið. Snyrtilegt og vel skipulagt umhverfi stuðlar að jákvæðri ásýnd bæjarins, bætir öryggi og hvetur íbúa, fyrirtæki og gesti til að sýna sama metnað í umgengni og umhverfisvernd.



Lagt er því til að bæjarráð veiti starfsmönnum sveitarfélagsins auknar heimildir til ákvarðanatöku um fjarlægingu lausafjármuna af svæðum í eigu eða umsjón sveitarfélagsins, í því skyni að tryggja heilnæmt, snyrtilegt og öruggt umhverfi í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir að veita starfsmönnum sveitarfélagsins, sem starfa á eignasjóði, þjónustumiðstöð og hafnarsjóði, auknar heimildir til ákvarðantöku um að fjarlægja lausafjármuni og annað óæskulegt af opnum svæðum og svæðum í eigu eða umsjón sveitarfélagsins, í því skyni að tryggja heilnæmt, snyrtilegt og öruggt umhverfi í sveitarfélaginu.

8.Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins

Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer

Lögð fram húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í tengslum við vinnu við gerð áætlunar fyrir árið 2026.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Matthildur og Kristín frá Alta mættu á fundinn auk Hilmars Hallvarðssonar formanns skipulagsnefndar og Þuríður Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins.

9.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Lagður fram viðaukasamningur við rammasamning Sveitarfélagsins Stykkishólms og Alta ehf. vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. Fulltrúar Alta mæta á fundinn til að fara yfir efni samningsins, kynna framvindu og fyrirliggjandi vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins.



Jafnframt er lagt til að settur verði á fót starfshópur í tengslum við aðalskipulagsvinnuna, sem hafi það hlutverk að fylgjast með framvindu verkefnisins og vera til samráðs við skipulagsráðgjafa og stjórnkerfi sveitarfélagsins.
Bæjarráð Stykkishólms leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem haldi utan um vinnu við endurskoðun og gerð nýs aðalskipulags sveitarfélagsins, í nánu samráði við bæjarstjórn og skipulagsnefnd.

Bæjarráð leggur til að í starfshópnum verði skipaðir einn bæjarfulltrúi frá hvorum lista í bæjarstjórn sveitarfélagsins, ásamt formanni skipulagsnefndar.

Bæjarráð vísar endanlegri skipun starfshópsins til bæjarstjórnar.
Gestirnir véku af fundi

10.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Málsnúmer 2304026Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál.

Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis.



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. október nk.
Bæjarráð samþykkir að vísa til fyrri umsagna og ályktana sveitarfélagsins um málið.

11.Birkilundur - nýtt deiliskipulag 2024

Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer

Lagt til afgreiðslu breyting á deiliskipulagi Birkilundar vegna nr. 37 og 38. Lóðarmörk á milli þessara lóða virðast hafa færst til við gerð skipulagsins og er lóð 38 minni en 37 stærri en stofnskjölin. Óskað er eftir að gera breytingu á deiliskipulagi til að leiðrétta þessi mistök. Enn fremur spyrja Landlínur hvort sveitarfélagið sjái möguleika á að fella niður skipulagsgjöld vegna þessarar breytingar.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 34. fundi sínum, að Landlínur vinni þessa deiliskipulagsbreytingu skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Vegna óska skipulagshönnuða um það hvort sveitarfélagið sjái möguleika á að fella niður skipulagsgjöld vegna þessarar breytingar/leiðréttingar, vísaði skipulagsnefnd til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að fella niður skipulagsgjöld í ljósi aðstæðna.

Bæjarráð staðfestir að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

12.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsnefndar var lögð fram til kynningar breyting á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar á iðnaðarsvæði við Kallhamra og Hamraenda. Bæjarstjórn þarf að taka afstöðu um að breyta landnotkun landbúnaðarsvæðis sbr. 5. gr. jarðarlaga um lausn lands úr landbúnaðarnotum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

13.Laxártorg við Aðalgötu

Málsnúmer 2509009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að hönnun á Laxártorgi við Aðalgötu í Stykkishólmi. Bæjarráð tók á 26. fundi sínum jákvætt í fyrirligggjandi hugmynd og vísaði málinu til umsagnar í skipulagsnefnd.



Skipulagsnefnd tók á 34. fundi sínum jákvætt í fyrirliggjandi tillögu að torgi og að gengið yrði frá því á snyrtilegan hátt.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

14.Fyrirspurn - Skjöldur deiliskipulag

Málsnúmer 2308010Vakta málsnúmer

Eigandi óskar eftir að fá að byggja þrjú hús á landi Skjaldar.



Skipulagsnefnd taldi á 34. fundi sínum ekki fyrirstöðu fyrir því að heimila byggingu þriggja húsa í landi Skjaldar og taldi að ekki þurfi að breyta aðalskipulagi. Í aðalskipulagi Helgafellssveitar segir að heimilt sé að reisa hús fyrir bændagistingu á jörðum eða jarðarspildum á sérstaklega afmörkuðum lóðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

15.Samgönguáætlun - Skógarstrandarvegur

Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer

Í drögum að samgönguáætlun 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun 2024-2028 var gert ráð fyrir lagfæringum á tilteknum köflum Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd. Uppfærð drög að samgönguáætlun eru væntanleg á haustþingi 2025 og brýnt að áætlunin endurspegli raunverulegan forgang vegarins.



Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu samgönguáætlunar og hluti grunnnets samgöngukerfis landsins. Vegurinn tengir Snæfellsnes við Dalabyggð og áfram við Vestfirði og Norðurland og skiptir lykilmáli fyrir búsetu, atvinnulíf, þjónustu og ferðaþjónustu á svæðinu. Núverandi ástand vegarins, sem er enn að stórum hluta malarvegur á láglendi, hamlar verulega framþróun og samræmist ekki markmiðum samgönguáætlunar um forgang grunnnetsins.



Bæjarstjórn Stykkishólms, ásamt fastanefndum sveitarfélagsins, hefur ítrekað áréttað mikilvægi Skógarstrandarvegar, líkt og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og nágrannasveitarfélög. Sveitarfélagið fagnar því að formlegur undirbúningur að þverun Álftafjarðar hafi hafist á árinu 2023 og leggur áherslu á faglegar rannsóknir á umhverfisáhrifum valkosta. Jafnframt hefur verið kallað eftir umferðarteljurum á svæðinu til að styðja við þjónustu- og forgangsröðun á grunni raunumferðar.



Með hliðsjón af framangreindu er brýnt að ný samgönguáætlun endurspegli mikilvægi vegarins: að færa skuli framkvæmdir á vegi 54 um Skógarströnd framar í áætlun, tryggja fullfjármögnun, þar á meðal fyrir þverun Álftafjarðar, og hraða framkvæmdum í samræmi við markmið um uppbyggingu grunnnets samgangna.



Lagðar er fram hugmyndir að veglínu og þverun Álftafjarðar, dags. 5. febrúar 2024, ásamt öðrum gögnum.



Skipulagsnefnd tók á 34. fundi sínum undir fyrri ályktanir sveitarfélagsins, bæjarstjórnar og bæjarráðs um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd og lagði áherslu á að vegurinn sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Skipulagsnefnd lagði áherslu á að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins, ný veglína verði samþætt aðalskipulagi sveitarfélaganna og unnin í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög og að verkefninu verði tryggt fjármagn til undirbúnings og framkvæmdar. Skipulagsnefnd hvatti Dalabyggð og Vegagerðina til þess að skoðað færslu á veglínu austan Álftafjarðar þannig að hún fari með ströndinni og þveri ósa Langadalsár og Setbergsár, en með því væri vegurinn með beinni veglínu, snjóléttari og einungis þyrfti að byggja eina brú í stað tveggja ef halda ætti núverandi veglínu.
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um þær tillögur sem liggja nú fyrir varðandi þverun Álftafjarðar. Bæjarráð staðfestir að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og leggur til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi ályktun varðandi Skógarstrandarveg.

16.Leiksvæði við Skúlagötu

Málsnúmer 2510013Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir um lýsingu og leiksvæði á opnu svæði við Skúlagötu. Óskað er eftir að fá að grenndarkynna hugmyndir fyrir íbúum í nágrenni.



Skipulagsnefnd fagnaði, á 34. fundi sínum, fyrirliggjandi tillögu að endurbættu leiksvæði og samþykkti að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu fyrir íbúum Skúlagötu 1-5, Austurgötu 8 og 10 og Tangagötu 2-8. Skipulagnsnefnd hvatti einnig til þess að haldin verði kynningar- og/eða hugmyndafundur í ráðhúsinu fyrir íbúa á svæðinu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

17.Samstarf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Málsnúmer 2510007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Berglindi Axelsdóttur, verkefnisstjóra læsis hjá Háskóla Íslands, varðandi mögulegt samstarf Grunnskólans í Stykkishólmi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.



Á 22. fundi sínum þakkaði skóla- og fræðslunefnd fyrir kynninguna en taldi að þar sem skólinn vinnur nú þegar með Ásgarði skólaráðgjöf að sambærilegum verkefnum, væri ekki tilefni til samstarfs að svo stöddu. Hins vegar gæti slíkt samstarf verið áhugavert að skoða síðar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar.

18.Tónmenntakennsla í Grunnskólanum í Stykkishólmi

Málsnúmer 2510008Vakta málsnúmer

Lögð fram ábending frá íbúa þar sem vakin er athygli á að efla þurfi tónmenntarkennslu í Grunnskólanum í Stykkishólmi.



Málið var tekið til umræðu á 22. fundi skóla- og fræðslunefndar. Vegna skorts á sérhæfðu rými fyrir tónmennt er erfitt að bjóða upp á markvissa og vandaða tónmenntakennslu. Reglulega er haldinn söngsalur og kennarar yngri bekkja syngja og kynna tónlist fyrir nemendum. Í skoðun er að bæta við þematengdri vinnu á næsta ári þar sem boðið yrði upp á tónmennt.
Bæjarráð þakkar fyrir skýringarnar og leggur áherslu á mikilvægi tónlistarnáms í sveitarfélaginu.

19.Innleiðing á skráningu á grunnfærni nemenda

Málsnúmer 2509027Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað unnið af Ásgarði, skólaráðgjöf, varðandi fyrirkomulag úthlutunar stoðþjónustu í sveitarféalginu.



Skóla- og fræðslunefnd fagnaði á 22. fundi sínum innleiðingu á skráningu á grunnfærni nemenda.
Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar.

Bæjarráð samþykkir að haldinn verði sameiginlegum fundur til kynningar fyrir bæjarráð og fulltrúa skóla- og fræðslunefnd 7. nóvember nk. þar sem m.a. kynntar verði tillögur að framtíðar verklagi þessu tengt.

20.Þjónusta í Regnbogalandi

Málsnúmer 2509028Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað skólastjóra vegna hugmynda um breytt fyrirkomulag þjónustu í Regnbogalandi.



Á 22. fundi skóla- og fræðslunefndar var rætt var um starfið. Taka þarf ákvarðanir um breytt fyrirkomulag á þjónustunni eftir að nýtt húsnæði hefur verið tekið í notkun. Skóla- og fræðslunefnd hvatti til þess að skoðað sé að setja Regnbogaland undir íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Bæjarráð tekur undir álit skóla- og fræðslunefndar um að nýtt húsnæði gefi tilefni til að endurskoða fyrirkomulag þjónustunnar. Bæjarráð óskar eftir tillögum frá skóla- og fræðslunefnd í þeim efnum og vísar málinu að öðru leyti til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Bæjarráð vísar tillögum skólastjóra í fyrirliggjandi minnisblaði til frekari umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.

21.Umhverfisganga bæjarstjóra

Málsnúmer 1904032Vakta málsnúmer

Umhverfisganga bæjarstjóra fór fram dagana 15. til 18. september síðastliðna. Lagðar eru fram ábendingar sem fram komu í göngunum.
Bæjarráð þakkar fyrir ábendingar frá íbúum í umhverfisgöngunni, sem er mikilvægt innlegg inn í samráð sveitarsveitarfélagsins varðandi stefnumörkun, þjónustu og ákvörðunartökur, og vísar þeim til umfjöllunar í viðeigandi fastanefndum sveitarfélagsins.

22.Sala á húsnæði - Skúlagata 9

Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í íbúð við Skúlagötu 9 ásamt tengdum gögnum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarráði verði veitt fullnaðarumboð til töku ákvörðunar um sölu á íbúðinni.

23.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025-2028

Málsnúmer 2510018Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025-2028.
Bæjarráð samþykkir viðauka 3 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Haukur Garðarsson, bæjarfulltrúi Í-lista, situr hjá.

24.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

25.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029

Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun 2026-2029 og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

26.Kvennafrídagur 2025

Málsnúmer 2510022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025, dagsett 6. október 2025. Í erindinu eru sveitarfélög hvött til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem verða í gangi af þessu tilefni í sveitarfélaginu, sem og gefa konum og kvárum sem starfa hjá sveitarfélaginu kleift að taka þátt í Kvennavekfalli þann 24. október næstkomandi.
Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélagið vilji leggja sitt af mörkum til að greiða götu kvenna og kvára úr hópi starfsfólks þennan dag. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu í því sambandi og felur bæjarstjóra að koma henni á framfæri við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins.

27.Barnvæn Sveitarfélög

Málsnúmer 2510023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá UNICEF á Íslandi sem hefur nú opnað fyrir umsóknir um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í æskulýðs- og íþróttanefnd og ungmennaráði.

28.Uppsetningar og upptaka á körfuboltaleikjum

Málsnúmer 2510024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Snæfell þar sem óskar er eftir leyfi til uppsetningar og upptöku á körfuboltaleikjum.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna með Snæfell að endanlegri útfærslu.

29.Heiðrun íbúa á Norðurljósahátíð

Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu í tillaga forseta bæjarstjórnar að heiðrun íbúa á Norðurljósahátíðinni fyrir aðkomu að lista- og menningarlífi í Sveitarfélaginu Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur forseta bæjarstjórnar að vinna málið áfram í samráði við alla bæjarfulltrúa.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?