Bæjarráð
1.Skipulagsnefnd - 34
Málsnúmer 2510001FVakta málsnúmer
2.Skóla- og fræðslunefnd - 22
Málsnúmer 2509006FVakta málsnúmer
3.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer
4.Stjörnuleikar - Allir með
Málsnúmer 2510011Vakta málsnúmer
5.Orkuframboð í Stykkishólmi og afhendingargeta
Málsnúmer 2510012Vakta málsnúmer
Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi heildaryfirsýn yfir stöðu mála í samstarfi við veitufyrirtækin, þannig að hægt sé að bregðast tímanlega við aukinni eftirspurn og stuðla að öruggri og sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er jafnframt forsenda þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir um skipulag, leyfisveitingar og framtíðarstefnumótun í atvinnu- og umhverfismálum bæjarins.
Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að kortleggja stöðuna í samvinnu við Rarik ohf. (rafmagn) og Veitur ohf. (heitt vatn), nánar tiltekið um núverandi stöðu, helstu áskoranir og framtíðarþörf til næstu 5, 15 og 30 ára. Í því sambandi ber að skoða sérstaklega hvernig áætlanir um uppbyggingu iðnaðarsvæða við Kallhamra (Grænir iðngarðar) og Hamraenda, miðað við núverandi skipulagsáform og byggingarreiti, samrýmast fyrirhuguðu orkuframboði og afhendingargetu. Þannig verður tryggt að umsóknir um tengingar og leyfisveitingar geti tekið mið af raunhæfum forsendum og stuðlað að sjálfbærri og öruggri þróun atvinnusvæða.
6.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum (þjóðferjuleiðir)
Málsnúmer 2102037Vakta málsnúmer
Bæjarráð Stykkishólms undirstrikar mikilvægi ferjuleiðarinnar um Breiðafjörð, sem tengir bæði Flatey og aðrar eyjar sem eru byggðar hluta ársins, ásamt því að tengja sunnanverða Vestfirði við þjóðvegakerfið. Mikil umferð ferðamanna er milli Snæfellsness og Vestfjarða og gegnir þar ferjuleiðin um Breiðafjörð lykil hlutverki.
7.Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík og öðrum svæðum í sveitarfélaginu
Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer
Hafnarstjórn hefur á undanförnum árum lagt ríka áherslu á að ráðist verði í átak til fegrunar og snyrtingar á hafnarsvæðinu við Skipavíkurhöfn, einkum með tilliti til báta og vagna sem hafa staðið óhreyfðir um lengri tíma og jafnvel legið undir skemmdum.
Á 53. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar var fjallað um sama málefni. Nefndin taldi skynsamlegt að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til ábyrgðar og góðrar umhirðu í sínu nærumhverfi, auk þess sem bent var á heimildir heilbrigðisnefndar til að hlutast til um fjarlægingu lausafjármuna, þar á meðal númeralausra bifreiða og bílflaka.
Í framhaldi af þessu samþykkti hafnarstjórn á 5. fundi sínum að leita formlegs samstarfs við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun hafnarsvæðisins við Skipavík, í samræmi við framangreindar tillögur, og að unnið verði að því að fjarlægja báta, tæki og önnur farartæki sem ekki eru í notkun.
Sveitarfélagið hefur unnið í samræmi við þessar áherslur síðustu ár, en ljóst er að þörf er á frekari eftirfylgni og aðgerðum til að ná fram markvissum og varanlegum árangri.
Sveitarfélagið vill ganga á undan með góðu fordæmi og tryggja að hafnarsvæðið, sem og önnur svæði í eigu þess, séu snyrtileg, örugg og vel við haldið. Snyrtilegt og vel skipulagt umhverfi stuðlar að jákvæðri ásýnd bæjarins, bætir öryggi og hvetur íbúa, fyrirtæki og gesti til að sýna sama metnað í umgengni og umhverfisvernd.
Lagt er því til að bæjarráð veiti starfsmönnum sveitarfélagsins auknar heimildir til ákvarðanatöku um fjarlægingu lausafjármuna af svæðum í eigu eða umsjón sveitarfélagsins, í því skyni að tryggja heilnæmt, snyrtilegt og öruggt umhverfi í Stykkishólmi.
8.Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins
Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer
9.Endurskoðun aðalskipulags
Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer
Jafnframt er lagt til að settur verði á fót starfshópur í tengslum við aðalskipulagsvinnuna, sem hafi það hlutverk að fylgjast með framvindu verkefnisins og vera til samráðs við skipulagsráðgjafa og stjórnkerfi sveitarfélagsins.
Bæjarráð leggur til að í starfshópnum verði skipaðir einn bæjarfulltrúi frá hvorum lista í bæjarstjórn sveitarfélagsins, ásamt formanni skipulagsnefndar.
Bæjarráð vísar endanlegri skipun starfshópsins til bæjarstjórnar.
10.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Málsnúmer 2304026Vakta málsnúmer
Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. október nk.
11.Birkilundur - nýtt deiliskipulag 2024
Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 34. fundi sínum, að Landlínur vinni þessa deiliskipulagsbreytingu skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Vegna óska skipulagshönnuða um það hvort sveitarfélagið sjái möguleika á að fella niður skipulagsgjöld vegna þessarar breytingar/leiðréttingar, vísaði skipulagsnefnd til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
12.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
13.Laxártorg við Aðalgötu
Málsnúmer 2509009Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd tók á 34. fundi sínum jákvætt í fyrirliggjandi tillögu að torgi og að gengið yrði frá því á snyrtilegan hátt.
14.Fyrirspurn - Skjöldur deiliskipulag
Málsnúmer 2308010Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd taldi á 34. fundi sínum ekki fyrirstöðu fyrir því að heimila byggingu þriggja húsa í landi Skjaldar og taldi að ekki þurfi að breyta aðalskipulagi. Í aðalskipulagi Helgafellssveitar segir að heimilt sé að reisa hús fyrir bændagistingu á jörðum eða jarðarspildum á sérstaklega afmörkuðum lóðum.
15.Samgönguáætlun - Skógarstrandarvegur
Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer
Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu samgönguáætlunar og hluti grunnnets samgöngukerfis landsins. Vegurinn tengir Snæfellsnes við Dalabyggð og áfram við Vestfirði og Norðurland og skiptir lykilmáli fyrir búsetu, atvinnulíf, þjónustu og ferðaþjónustu á svæðinu. Núverandi ástand vegarins, sem er enn að stórum hluta malarvegur á láglendi, hamlar verulega framþróun og samræmist ekki markmiðum samgönguáætlunar um forgang grunnnetsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms, ásamt fastanefndum sveitarfélagsins, hefur ítrekað áréttað mikilvægi Skógarstrandarvegar, líkt og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og nágrannasveitarfélög. Sveitarfélagið fagnar því að formlegur undirbúningur að þverun Álftafjarðar hafi hafist á árinu 2023 og leggur áherslu á faglegar rannsóknir á umhverfisáhrifum valkosta. Jafnframt hefur verið kallað eftir umferðarteljurum á svæðinu til að styðja við þjónustu- og forgangsröðun á grunni raunumferðar.
Með hliðsjón af framangreindu er brýnt að ný samgönguáætlun endurspegli mikilvægi vegarins: að færa skuli framkvæmdir á vegi 54 um Skógarströnd framar í áætlun, tryggja fullfjármögnun, þar á meðal fyrir þverun Álftafjarðar, og hraða framkvæmdum í samræmi við markmið um uppbyggingu grunnnets samgangna.
Lagðar er fram hugmyndir að veglínu og þverun Álftafjarðar, dags. 5. febrúar 2024, ásamt öðrum gögnum.
Skipulagsnefnd tók á 34. fundi sínum undir fyrri ályktanir sveitarfélagsins, bæjarstjórnar og bæjarráðs um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd og lagði áherslu á að vegurinn sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Skipulagsnefnd lagði áherslu á að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins, ný veglína verði samþætt aðalskipulagi sveitarfélaganna og unnin í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög og að verkefninu verði tryggt fjármagn til undirbúnings og framkvæmdar. Skipulagsnefnd hvatti Dalabyggð og Vegagerðina til þess að skoðað færslu á veglínu austan Álftafjarðar þannig að hún fari með ströndinni og þveri ósa Langadalsár og Setbergsár, en með því væri vegurinn með beinni veglínu, snjóléttari og einungis þyrfti að byggja eina brú í stað tveggja ef halda ætti núverandi veglínu.
16.Leiksvæði við Skúlagötu
Málsnúmer 2510013Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd fagnaði, á 34. fundi sínum, fyrirliggjandi tillögu að endurbættu leiksvæði og samþykkti að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu fyrir íbúum Skúlagötu 1-5, Austurgötu 8 og 10 og Tangagötu 2-8. Skipulagnsnefnd hvatti einnig til þess að haldin verði kynningar- og/eða hugmyndafundur í ráðhúsinu fyrir íbúa á svæðinu.
17.Samstarf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Málsnúmer 2510007Vakta málsnúmer
Á 22. fundi sínum þakkaði skóla- og fræðslunefnd fyrir kynninguna en taldi að þar sem skólinn vinnur nú þegar með Ásgarði skólaráðgjöf að sambærilegum verkefnum, væri ekki tilefni til samstarfs að svo stöddu. Hins vegar gæti slíkt samstarf verið áhugavert að skoða síðar.
18.Tónmenntakennsla í Grunnskólanum í Stykkishólmi
Málsnúmer 2510008Vakta málsnúmer
Málið var tekið til umræðu á 22. fundi skóla- og fræðslunefndar. Vegna skorts á sérhæfðu rými fyrir tónmennt er erfitt að bjóða upp á markvissa og vandaða tónmenntakennslu. Reglulega er haldinn söngsalur og kennarar yngri bekkja syngja og kynna tónlist fyrir nemendum. Í skoðun er að bæta við þematengdri vinnu á næsta ári þar sem boðið yrði upp á tónmennt.
19.Innleiðing á skráningu á grunnfærni nemenda
Málsnúmer 2509027Vakta málsnúmer
Skóla- og fræðslunefnd fagnaði á 22. fundi sínum innleiðingu á skráningu á grunnfærni nemenda.
Bæjarráð samþykkir að haldinn verði sameiginlegum fundur til kynningar fyrir bæjarráð og fulltrúa skóla- og fræðslunefnd 7. nóvember nk. þar sem m.a. kynntar verði tillögur að framtíðar verklagi þessu tengt.
20.Þjónusta í Regnbogalandi
Málsnúmer 2509028Vakta málsnúmer
Á 22. fundi skóla- og fræðslunefndar var rætt var um starfið. Taka þarf ákvarðanir um breytt fyrirkomulag á þjónustunni eftir að nýtt húsnæði hefur verið tekið í notkun. Skóla- og fræðslunefnd hvatti til þess að skoðað sé að setja Regnbogaland undir íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Bæjarráð vísar tillögum skólastjóra í fyrirliggjandi minnisblaði til frekari umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.
21.Umhverfisganga bæjarstjóra
Málsnúmer 1904032Vakta málsnúmer
22.Sala á húsnæði - Skúlagata 9
Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer
23.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025-2028
Málsnúmer 2510018Vakta málsnúmer
Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Haukur Garðarsson, bæjarfulltrúi Í-lista, situr hjá.
24.Gjaldskrár 2026
Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer
25.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029
Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer
26.Kvennafrídagur 2025
Málsnúmer 2510022Vakta málsnúmer
27.Barnvæn Sveitarfélög
Málsnúmer 2510023Vakta málsnúmer
28.Uppsetningar og upptaka á körfuboltaleikjum
Málsnúmer 2510024Vakta málsnúmer
29.Heiðrun íbúa á Norðurljósahátíð
Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer
Fundi slitið.