Framkvæmdir og innviðir Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2510010
Vakta málsnúmerSkóla- og fræðslunefnd - 22. fundur - 14.10.2025
Í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 hefur verið unnið markvisst að því á árinu að bæta aðbúnað og innviði Grunnskólans í Stykkishólmi. Um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingu sveitarfélagsins samkvæmt fjárhagsáætlun ársins.
Framkvæmdirnar fela í sér samtals um 350 fermetra viðbyggingar, sem skiptast í nýjar kennslustofur og kennslurými, um 200 fermetrar, sem tengdar eru við núverandi byggingu grunnskólans og ný rými fyrir tómstunda- og æskulýðsstarf, m.a. fyrir Regnbogaland, um 150 fermetrar, sem tengd eru við Íþróttamiðstöð Stykkishólms.
Markmið sveitarfélagsins með þessum framkvæmdum er að mæta aukinni rýmisþörf skólans og bæta vinnuaðstöðu kennara og starfsfólks. Ný og endurbætt rými gera skólanum kleift að skipuleggja kennslu, stoðþjónustu og frístundastarf með fjölbreyttari, nútímalegri og sveigjanlegri hætti. Nemendur munu einnig njóta aukins rýmis og betri aðstöðu til náms, sköpunar og samveru, sem stuðlar að aukinni vellíðan, virkni og jákvæðari skólabrag.
Auk þess verður lyfta sett upp í skólahúsnæðinu í nóvember, sem mun bæta aðgengi og tryggja aukna aðkomu fyrir alla nemendur og starfsmenn.
Nýir innviðir teknir til umræðu og aðstaðan kynnt skóla- og fræðslunefnd.
Framkvæmdirnar fela í sér samtals um 350 fermetra viðbyggingar, sem skiptast í nýjar kennslustofur og kennslurými, um 200 fermetrar, sem tengdar eru við núverandi byggingu grunnskólans og ný rými fyrir tómstunda- og æskulýðsstarf, m.a. fyrir Regnbogaland, um 150 fermetrar, sem tengd eru við Íþróttamiðstöð Stykkishólms.
Markmið sveitarfélagsins með þessum framkvæmdum er að mæta aukinni rýmisþörf skólans og bæta vinnuaðstöðu kennara og starfsfólks. Ný og endurbætt rými gera skólanum kleift að skipuleggja kennslu, stoðþjónustu og frístundastarf með fjölbreyttari, nútímalegri og sveigjanlegri hætti. Nemendur munu einnig njóta aukins rýmis og betri aðstöðu til náms, sköpunar og samveru, sem stuðlar að aukinni vellíðan, virkni og jákvæðari skólabrag.
Auk þess verður lyfta sett upp í skólahúsnæðinu í nóvember, sem mun bæta aðgengi og tryggja aukna aðkomu fyrir alla nemendur og starfsmenn.
Nýir innviðir teknir til umræðu og aðstaðan kynnt skóla- og fræðslunefnd.
Nefndin fór í skoðunarferð um nýtt rými skólans.
Skóla- og fræðslunefnd - 23. fundur - 19.11.2025
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna kemur til fundar og gerir grein fyrir stöðu og fyrirhuguðum framkvæmdum við skólahúsnæði sveitarfélagsins.
Skóla- og fræðslunefnd gerir engar athugasemdir við framlagða stöðulýsingu né við fyrirhugaðar framkvæmdir, en leggur áherslu á þau verkefni sem verkefnastjóri framkvæmda kynnti verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.