Skóla- og fræðslunefnd
Dagskrá
1.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
2.Framkvæmdir og innviðir
Málsnúmer 2510010Vakta málsnúmer
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna kemur til fundar og gerir grein fyrir stöðu og fyrirhuguðum framkvæmdum við skólahúsnæði sveitarfélagsins.
Skóla- og fræðslunefnd gerir engar athugasemdir við framlagða stöðulýsingu né við fyrirhugaðar framkvæmdir, en leggur áherslu á þau verkefni sem verkefnastjóri framkvæmda kynnti verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.
3.Starfsmannamál Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2511007Vakta málsnúmer
Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi kemur til fundar og gerir grein fyrir tímabundnum breytingum á stjórnendateymi skólans og öðrum áhreslum tengdum grunn- og tónlistarskóla.
Skólastjóri gerði grein fyrir málinu. Skóla- og fræðslunefnd gerir engar athugasemdir við málið.
4.Styrking leikskólastarfs
Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi ásamt aðgerðaáætlun.
Skólastjóri greindi frá því að unnið sé eftir aðgerðaáætluninni og að brýnustu atriðin hafi verið dregin fram. Skóla- og fræðslunefnd hvetur til áframhaldandi vinnu.
5.Skólastefna Stykkishólms
Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer
Skólastefna sveitarfélagsins lögð fram til endurskoðunar.
Lagt fram til kynningar. Nefndarmenn munu rýna í skólastefnuna og taka málið upp aftur á vormánuðum.
6.Innleiðing á skráningu á grunnfærni nemenda
Málsnúmer 2509027Vakta málsnúmer
Tillögur starfshóps um fyrirkomulag úthlutunar stoðþjónustulagðar fram til formlegrar afgreiðslu.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir áframhaldandi vinnu og tillögur um fyrirkomulag úthlutunar á stoðþjónustu til barna í sveitarfélaginu.
7.Gjaldskrár 2026
Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026.
Bæjarráð samþykki gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykki gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Skóla- og fræðslunefnd hvetur til að skoðað verði að veita börnum einstæðra foreldra afslátt af skólagjaldi í tónlistarskólanum, enda gildir slíkur afsláttur bæði í leikskóla og í Regnbogalandi. Að öðru leyti er gjaldskráin samþykkt af hálfu nefndarinnar.
8.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029
Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir, en leggur áherslu á þau verkefni sem verkefnastjóri framkvæmda og eigna hefur sett fram og að þau verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.
Fundi slitið - kl. 18:10.
Rætt var um fræðslu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum.