Fara í efni

Kvennafrídagur 2025

Málsnúmer 2510022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 37. fundur - 22.10.2025

Lagt fram erindi frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025, dagsett 6. október 2025. Í erindinu eru sveitarfélög hvött til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem verða í gangi af þessu tilefni í sveitarfélaginu, sem og gefa konum og kvárum sem starfa hjá sveitarfélaginu kleift að taka þátt í Kvennavekfalli þann 24. október næstkomandi.
Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélagið vilji leggja sitt af mörkum til að greiða götu kvenna og kvára úr hópi starfsfólks þennan dag. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu í því sambandi og felur bæjarstjóra að koma henni á framfæri við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins.
Getum við bætt efni síðunnar?