Mannauðs- og starfsumhverfi sveitarfélagsins - Stefnur og áherslur
Málsnúmer 2511003
Vakta málsnúmerBæjarráð - 38. fundur - 13.11.2025
Jakob Björgvin vék af fundi.
Lögð eru fram drög að nýrri viðverustefnu Sveitarfélagsins Stykkishólms. Þá er jafnframt lögð fram uppfærð stefna sveitarfélagsins gegn einelti, áreitni og ofbeldi, byggð á nýjustu lögum og leiðbeiningum um öryggi og velferð á vinnustöðum.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi drögum til umsagnar hjá forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir jafnframt, í tengslum við framangreint, að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal starfsmanna sveitarfélagsins, með það að markmiði að kanna viðhorf til vinnuumhverfis, starfsánægju, trausts og samskipta innan stofnana sveitarfélagsins.
Jakob Björgvin kom inná fund.