Fara í efni

Bæjarráð

38. fundur 13. nóvember 2025 kl. 14:30 - 19:04 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Gyða Steinsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gyða Steinsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 44

Málsnúmer 2510003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 44. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 43

Málsnúmer 2506002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 43. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 42

Málsnúmer 2504001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 42. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 41

Málsnúmer 2503004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 41. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 40

Málsnúmer 2412003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 40. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

6.Skipulagsnefnd - 35

Málsnúmer 2511001FVakta málsnúmer

Lögð fram 35. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

8.Ágóðahlutagreiðsla 2025

Málsnúmer 2510030Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um greiðslu ágóðahlutar til aðildarsveitarfélaga EBÍ vegna ársins 2025.
Bæjarráð fagnar ágóðahlutagreiðslunni, sem mun nýtast vel til tækjakaupa fyrir slökkvilið sveitarfélagsins líkt og undanfarin ár.

Lagt fram til kynningar.

9.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms auglýsti þann 2. október, eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Umsóknarfrestur var til og með 23. október. Lagðar eru fram styrkumsóknir sem bárust á auglýstum tíma.
Bæjarráð samþykkir eftirtalda styrki:

FAS v 2ja viðburða 250.000 kr
Skotthúfan
50.000 kr
Gömlu jólafólin
50.000 kr
Jóhanna Ómarsdóttir 75.000 kr
Kerlingaskarðshlaup 150.000 kr

Á fundinn mættu Hjörleifur K. Hjörleifsson, María Valdimarsdóttir og Daníel Kazmi frá Umf. Snæfell

10.Samningur við Snæfell

Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni formanns UMF. Snæfells um endurskoðun á samning sveitarfélagsins við félagið. Fulltrúar Snæfells koma til fundar.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Snæfells fyrir góða fyirferð og samþykkir að vísa tillögum að breytingum á samningi til umfjöllunar hjá Íþrótta- og æskulýðsnefnd.
Gestir fóru af fundi.

11.Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins

Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer

Lögð fram húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í tengslum við vinnu við gerð áætlunar fyrir árið 2026. Á 37. fundi vísaði bæjarráð málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

12.Sala á húsnæði - Skúlagata 9

Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í íbúð við Skúlagötu 9 ásamt tengdum gögnum.



Á 37. fundi sínum lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að bæjarráði verði veitt fullnaðarumboð til töku ákvörðunar um sölu á íbúðinni. Bæjarstjórn samþykkti á 41. fundi sínum að veita bæjarráði fullnaðarumboð til töku ákvörðunar um sölu á íbúðinni.
Bæjarráð samþykkir sölu á íbúðinni í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð, með þeim fyrirvara að fyrir liggi jákvæð umsögn FSSF, og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og undirrita öll nauðsynleg gögn fyrir hönd sveitarfélagsins, þ.m.t. kauptilboð og kaupsamning.
Jakob Björgvin vék af fundi.

13.Mannauðs- og starfsumhverfi sveitarfélagsins - Stefnur og áherslur

Málsnúmer 2511003Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að nýrri viðverustefnu Sveitarfélagsins Stykkishólms. Þá er jafnframt lögð fram uppfærð stefna sveitarfélagsins gegn einelti, áreitni og ofbeldi, byggð á nýjustu lögum og leiðbeiningum um öryggi og velferð á vinnustöðum.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi drögum til umsagnar hjá forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir jafnframt, í tengslum við framangreint, að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal starfsmanna sveitarfélagsins, með það að markmiði að kanna viðhorf til vinnuumhverfis, starfsánægju, trausts og samskipta innan stofnana sveitarfélagsins.
Jakob Björgvin kom inná fund.
Jón Einar Jónsson forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi mætti á fundinn.

14.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 852008 (háskólasamstæða)

Málsnúmer 2511002Vakta málsnúmer

Lögð fram til staðfestingar umsögn sveitarfélagsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (háskólasamstæða).



Forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi kemur til fundar.
Bæjarráð staðfestir umsögn sveitarfélagsins.
Jón Einar vék af fundi.

15.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2310009Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.
Bæjarráð staðfestir tillögu FSSF að afgreiðslu málsins.

16.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2511007Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra varðandi starfsmannamál ásamt minnisblaði skólastjóra.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið setji sér reglur á grunni tillögu bæjarstjóra. Þar sem ekki liggja fyrir samþykktar reglur bæjarstjórnar í þessum efnum samþykkir bæjarráð beiðni skólastjóra.

17.Berserkjahraun - Breyting á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags

Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer

Óskað eftir að gera breytingu á aðalskipulagi vegna breytingu á landnotkun, ásamt því að vinna nýtt deiliskipulag þannig að unnt sé að byggja atvinnuhúsnæði og starfrækja ferðaþjónustu á svæðinu.



Málið var tekið fyrir á 35. fundi skipulagsnefndar. Nefnd frestaði afgreiðslu málsins og fól skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar.

18.Hólar 6 - Breyting á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags

Málsnúmer 2511004Vakta málsnúmer

Óskað eftir að gera breytingu á aðalskipulagi vegna breytingu á landnotkun, svo eigendum sé unnt að starfrækja leyfisskylda gististarfsemi í húsinu sem á jörðinni stendur. Enn fremur að vinna deiliskipulag ef þörf krefur.



Málið var tekið fyrir á 35. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti að landeigandi láti vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar í samráði við skipulagsfulltrúa þar sem landnotkunin verði breytt úr landbúnaðarsvæði yfir í verslun og þjónustusvæði. Enn fremur samþykkti nefndin að unnið verði deiliskipulag af svæðinu á sömu forsendum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

19.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Kynning á umsögnum og athugasemdum við deiliskipulag sem hefur verið í auglýsingu, sbr. 41. gr. skipulagslaga.



Málið var tekið fyrir á 35. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að boða til fundar með fulltrúum Hamraenda 3 og eftir atvikum öðrum lóðarhöfum til að fara yfir fyrirliggjandi athugasemdir.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Á fundinn mættu Páll Jakob Líndal, Þorgeir Kristófersson, Guðmundur Amlin Sigurðsson, Gestur Hólm Kristinsson, Steinunn Gríma Kristinsdóttir og Arnþór Pálsson auk Þuríðar Stefánsdóttur, skipulagsfulltrúa.

20.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Kynning á umsögnum og athugasemdum við deiliskipulag sem hefur verið í auglýsingu, sbr. 41. gr. skipulagslaga. Fulltrúar fjögurra nærliggjandi húsa mæta til fundar til að gera grein fyrir athugasemdum sínum.



Málið var tekið fyrir á 35. fundi skipulagsnefndar. Fulltrúar fjögurra íbúðarhúsnæða við Smiðjustíg 2 og 2b, Austurgötu 3 og 4b ásamt eiganda Hafnargötu 4, sem sendu skriflegar athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögur og var boðið á fundinn, gerðu nánari grein fyrir athugasemdum sínum fyrir nefndinni ásamt því að kynna líkan af skuggavarpi á svæðinu sem unnið hefur verið. Skipulagsnefnd þakkaði framangreindum fulltrúum fyrir innsendar athugasemdir og greinargóða yfirferð á fundinum.

Skipulagsnefnd tók í framhaldinu til umfjöllunar hugsanlegar breytingar á tillögunni og fól skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og eftir atvikum að funda að nýju með framangreindum íbúum og lóðarhafa.



Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd vísaði að öðru leyti afgreiðslu málsins til næsta fundar skipulagsnefndar, þar sem tekið verður fyrir tillaga að svörum við athugasemdum og umsögnum, ásamt endanlegum skipulagsgögnum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Gestir véku af fundi.

21.Ungmennaráð

Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipan ungmennaráðs 2025-2026.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

22.Níu mánaða milliuppgjör 2025

Málsnúmer 2511005Vakta málsnúmer

Lagt fram níu mánaða milliuppgjör 2025.
Lagt fram til kynningar.

23.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2511006Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir lántökuna og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt með 2 atkvæðum Steinunnar I. Magnúsdóttur og Hrafnhildar Hallvarðsdóttur H-lista. Haukur Garðarsson Í-lista situr hjá.

24.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026.



Bæjarráð samþykki gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

25.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029

Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram til síðari umræðu.



Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.



Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

26.Ósk um aðstöðustyrk

Málsnúmer 2511008Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni kórs Stykkishólmskirkju um aðstöðustyrk.
Bæjarráð samþykkir beiðni um aðstöðustyrk.

27.Bygging á félagsaðstöðu við Fákaborg 1

Málsnúmer 2511010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og óskar eftir að fá fulltrúa HEFST á fund ráðsins til að ræða fyrirliggjandi hugmyndir.

Fundi slitið - kl. 19:04.

Getum við bætt efni síðunnar?