Fara í efni

Setrið

 

Setrið  

Skólastíg 11.

340 Stykkishólmur

s: 433-8197

Setrið - félagsaðstaða eldri borgara

Í Setrinu sem er staðsett að Skólastíg 11, fer fram tómstundastarf fyrir eldri borgara í Stykkishólmi.

Fjölbreytt starf fer fram yfir vetrartímann samkvæmt dagskrá og auk þess hefur verið boðið upp á ýmis námskeið, svo sem myndlist, smíðar, tungumálanámskeið, skartgripagerð, glerlist og ýmsa fræðslu. Allt félagsstarf á dagskrá er endurgjaldslaust en greitt er fyrir efniskostnað.

Aftanskin

Aftanskin er félag fólks í Stykkishólmi og nágrenni sem er 60 ára og eldra. Markmið félagsins er að efla réttindi eldri borgara sem gert er m.a. með aðild að Landsamtökum eldri borgara, fræðslu og með því að gera lífið skemmtilegra.

Það hefur verið gert til dæmis með kaffispjalli á mánudögum yfir vetrartímann, þar sem slegið er á létta strengi í bland við margskonar fræðslu og spjall, félagsvist á sunnudögum, lestur og boccia einu sinni í viku og keppnisferðum í kringum það. Svokölluð kirkjusúpa hefur verið í safnaðarheimilinu einu sinni í mánuði í samstarfi við Stykkishólmskirkju. Farið hefur verið í skemmtileg ferðalög á liðnum árum t.d. í leikhúsferðir. Nesballið er sameiginleg skemmtun eldri borgara á norðanverðu Snæfellsnesi sem er haldin á haustin. Ýmislegt fleira hefur verið í boði í samvinnu við Stykkishólmsbæ, svo sem smíðar, myndlist, saumaklúbbur, karlakaffi og fleira. Ekki má gleyma heilsurækt sem er stunduð flesta daga í íþróttahúsinu og heilsuræktarstöðinni „Átaki“ undir umsjón þjálfara. Svo er rétt að geta þess að Aftanskin er með prýðilega aðstöðu í “Setrinu” Skólastíg 11, húsið bak við tónlistarskólann, þar sem stór hluti starfsins fer fram.

Félagar í Aftanskin verða sjálfkrafa félagar í LEB (Landsamband eldri borgara) og tryggja sér þar afslætti. Einnig eru ýmsir afslættir fyrir félaga Aftanskins og eldri borgara í boði hjá þjónustuaðilum í Stykkishólmi.

Til að efla félagsskapinn eru sem flestir hvattir til að taka þátt í starfinu og ganga í félagið. Félagið er með fésbókarsíðu (aftanskin félag eldri borgara í Stykkishólmi) fyrir þá sem vilja fylgjast þar með starfinu og þar er hægt að senda beiðnir um inngöngu, annað hvort á síðuna eða í skilaboðum. Einnig eru félögum sendar tilkynningar í tölvupósti. Fyrir frekari upplýsingar og skráningu í félagið er bent á að hafa samband við stjórn félagsins.

Stjórn:
Halldóra F. Sverrisdóttir
Sjöfn Hinriksdóttir
Guðrún Marta Ársælsdóttir

Varastjórn:
Bergur Hjaltalín
Áslaug Kristjánsdóttir
Kristín Benediktsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?