Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.
Málsnúmer 2512005Vakta málsnúmer
Sigurbjartur Loftsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Lárusar Ástmar, um er að ræða byggingarleyfi fyrir 143m2 einbýlishús á einni hæð að Hjallatanga 13. Húsið er á staðsteyptum sökklum og botnplötu. Útveggir og þak eru úr krosslímdum timbureiningum. Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá W7 dagsettum 05.11.2025.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Umsóknin fellur undir umfangsflokk 2.skv.grein 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Byggingarleyfi verður veitt að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.