Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

9. fundur 10. nóvember 2020 kl. 13:00 - 13:30 Í gegnum Fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Víkurgata 3-Umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd

Málsnúmer 1904026Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir að nýju umsókn frá Jakobi Inga Jakobssyni um endurbyggingu og stækkun á geymslu við Víkurgötu 3.

Erindið var grenndarkynnt frá 21. ágúst til og með 18. september 2020 fyrir eigendum húsa við Vikurgötu 1 og 5, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Athugasemdarbréf barst frá Heimi Laxdal Jóhanssyni, Víkurgötu 5.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsögn skipulagsfulltrúa, sem leggur til að ekki verði gerðar athugasemdir við leyfisveitingu á umræddri geymslu. Sjá umsögn skipulagsfulltrúa í fylgigögnum.

Byggingaráform um tilkynnta samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Fundi slitið - kl. 13:30.

Getum við bætt efni síðunnar?