Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

19. fundur 15. febrúar 2022 kl. 13:00 - 14:00 Á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Höfðagata 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202006Vakta málsnúmer

Sara Gilles sækir, fyrir höfðagötu 1 ehf, um breytingar á samþykktum aðaluppdráttum (byggingarleyfi 1811003).

Sótt er um að rífa hluta af byggingu á bakhlið húss, endurbyggja norð-austur hluta sem stakt hús og breyta í vinnustofu. breyta innraskipulagi og útliti suðvesturhluta hússin. Fækka gistiherbergjum niður í 5. 4 tveggjamanna og eitt fjölskylduherbergi.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4 um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er hér ekki um að ræða óverulega breytingu skv. grein 2.3.4, m.a. vegna breytinga á útliti og vegna hagsmuna nágranna, og verður því leitað álits skipulagsnefndar, enda liggur ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna.


Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Höfðagötu 1 skv. Þjóðskrá Íslands er 1896.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Húsið Höfðagata 1 nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. mgr. 29. greinar laga um menningarminjar nr. 80/2012 en í því felst að óheimilt er að raska, spilla, breyta, rífa eða flytja slík hús úr stað nema með leyfi Minjastofnunar sbr. 2. mgr. 29. greinar laganna.

Í ljósi ofangreinds vísar byggingarfulltrúi byggingarleyfisumsókn til umsagnar hjá Minjastofnun.

2.Aðalgata 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202001Vakta málsnúmer

SS-Veitingar sækja um að nýta núverandi óráðstafaðann kjallara að Aðalgötu 3, sem ekkert hefur verið nýttur undanfarin ár, ásamt að bæta aðkomu að kjallaranum með tröppum niður að útisvæði. Leitast er við að nota samskonar efni og er á Narfeyrarstofu í dag utanhúss. Svalir í norður verða fjarlægðar og tröppur að 1. hæð verða endurbyggðar. Bílastæði verða færð til á lóðinni. o.fl.
Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Aðalgötu 3 skv. Þjóðskrá Íslands er 1906.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Húsið Aðalgata 3 nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. mgr. 29. greinar laga um menningarminjar nr. 80/2012 en í því felst að óheimilt er að raska, spilla, breyta, rífa eða flytja slík hús úr stað nema með leyfi Minjastofnunar sbr. 2. mgr. 29. greinar laganna.

Í ljósi ofangreinds vísar byggingarfulltrúi byggingarleyfisumsókn til umsagnar hjá Minjastofnun.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi framkvæmdum utanhúss til skipulags- og byggingarnefdnar sbr við grein 2.3.5 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

3.Móholt 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2111011Vakta málsnúmer

Ingveldur Eyþórsdóttir sækir um leyfi fyrir 329,6 m2 parhúsi við Móholt 14-16. Þar sem að húsið nær út fyrir byggingarreit að hluta til, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 256 fundi sínum fyrir sitt leiti byggingaráform um parhús með þakkanti sem nær út fyrir byggingarreit. Þar sem að þakkanturinn snýr að hesthúsum, taldi nefndin ekki þörf á grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga en samkvæmt henni er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.Á 407. fundi bæjarstjórnar staðfesti bæjarstjórn afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar með þeim rökstuðningi sem fram kom í bókun nefndar.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni síðunnar?