Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

24. fundur 05. september 2022 kl. 13:00 - 14:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Nýrækt 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2208044Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 62,5m2 fjárhúsi við Nýrækt 8. Húsið verður byggt á steyptum sökkli, steyptri plötu að hluta, útveggir og þak verða úr timbri. Útveggir og þak verður klætt með bárujárni.
Byggingaráform eru samþykkt, enda samræmist umsókn deiliskipulagi. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum 2.3.8 í Byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

2.Aðalgata 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2208045Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn um breytingu á jarðhæð hússins við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi. Aðalgata 20 er tveggja hæða hús, matshluti 01 byggður 1944 og matshluti 02 byggður 1958. Jarðhæð matshluta 01 er endurinnréttað og breytt úr verkstæði í íbúð. Samhliða breytingum innanhúss eru hurð og gluggar endurnýjuð. Engar breytingar eru gerðar á stærð hússins eða á burðarvirki. Einu breytingarnar sem snúa að útliti er endurnýjun hurðar og glugga auk þess sem glugga á baðherbergi er bætt við.
Erindinu er frestað og óskað eftir nánari gögnum.

3.Ægisgata 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2208009Vakta málsnúmer

Lagt er fram uppfærður aðaluppdráttur dagsettur 01.06.2022 af Ægisgötu 1, breytingin nær til stoðveggjar sem snýr að Aðalgötu 12.
Með vísan til dómssáttar er óskað eftir að umsækjandi leggi fram samþykki eiganda Austurgötu 12 fyrir þeim frágangi sem sótt er um.

4.Aðalgata 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2208011Vakta málsnúmer

Lagt er fram uppfærður aðaluppdráttur frá Sigurbjarti Loftssyni dagsettum 27.07.2022. Breytingin nær til útisvæðisins þar sem búið er að koma fyrir rekaviðsdrumbum ofan á stoðveggina ásamt færslu á tæknirými.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við uppdráttinn og samþykkir uppfærða aðaluppdrætti.

5.Nesvegur 22A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Á 22.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Asco Harves fyrir 958,9m2 atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A. Þar sem ekki lá fyrir deiliskipulag vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu hjá skipulagsnefnd.
Á 1.fundi skipulagsnefndar var ákveðið að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Nesvegar 20,20a og 24 ásamt því að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni.

Grenndarkynningin fór fram dagana 24.06.2022 til 22.07.2022. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Nesvegar 20 og 20a og 24. Kynningarfundur fyrir íbúa í næsta nágrenni var haldinn í Amtbókasafninu þann 10.08.2022 og var hann vel sóttur.

Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum úr grenndarkynningunni ásamt tillögum að svörum annarsvegar og samantekt spurninga frá kynningarfundinum og athugasemda sem bárust eftir fundinn hinsvegar.

Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum fyrir sitt leyti umsókn Asco Harvester ehf. um byggingarleyfi.

Nefndin lagði áherslu á að aðgengi að útivistarsvæði á Búðanesi verði tryggt og fól skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir, og jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og spurningum sem bárust frá íbúum á heimasíðu bæjarins og senda tölvupóst til íbúa sem gert höfðu athugasemdir og/eða spurt spurninga á kynningarfundinum.

Bæjarráð staðfesti á 2. fundi sínum, í umboði bæjarstjórnar, afgreiðslu skipulagsnefndar svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og vísar endanlegri afgreiðslu á byggingarleyfi til byggingafulltrúa.
Með vísan í afgreiðslu bæjarráðs samþykkir byggingarfulltrúi byggingaráform sbr við grein 2.4.2 í byggingarreglugerð, byggingarfulltrúi mun gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 grein í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni síðunnar?