Bæjarstjórn unga fólksins
Dagskrá
1.Húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar
Málsnúmer 2405006Vakta málsnúmer
Húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar teknar til umfjöllunar.
2.Umhverfismál
Málsnúmer 2405007Vakta málsnúmer
Nefndarmenn kynna tillögur að leiðum til að bæta umhverfi og ásýnd sveitarfélagsins, t.d. með bættri götulýsingu og auknum sorptunnum.
Bæjarstjórn unga fólksins hvetur bæjarstjórn til að fjölga ljósastaurum samkvæmt fyrirliggjandi korti. Bæjarstjórn unga fólksins hvetur einnig bæjarstjórn til að skoða framlagaða tillögu um staðsetningu ruslatunna með möguleika á fjölgun
með tvískiptum tunnum.
Til máls tóku: Íris Ísafold Sigurbjartsdóttir & Haukur Garðarsson.
með tvískiptum tunnum.
Til máls tóku: Íris Ísafold Sigurbjartsdóttir & Haukur Garðarsson.
3.Skólamál
Málsnúmer 2405008Vakta málsnúmer
Mikilvægi öflugs félagslífs í fjölbrautarskólum tekið til umræðu ásamt mötuneytismálum og fleiru.
Bæjarstjórn unga fólksins hvetur bæjarstjórn Stykkishólms til að beita sér fyrir því að sveitarfélög á Snæfellsnesi taki samtalið um aðkomu sveitarfélagna á Snæfellsnesi að eflingu félagslífs FSN. Bæjarstjórn unga fólksins hvetur einnig bæjarstjórn til að beita sér fyrir lækkun á verði máltíða til nemenda í FSN.
Til máls tóku: Valdís María Eggertsdóttir, Þórhildur Eyþórsdóttir & Heiðrún Höskuldsdóttir.
Til máls tóku: Valdís María Eggertsdóttir, Þórhildur Eyþórsdóttir & Heiðrún Höskuldsdóttir.
4.Lýðræðisþing Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2405009Vakta málsnúmer
Fulltrúar Grunnskólans í Stykkishólmi gera grein fyrir niðurstöðum lýðræðisþings GSS sem fram fór þann 15. apríl síðastliðinn.
Bæjarstjórn unga fólksins leggur áherslu á að leitað verði leiða til að auka afþreyingu í grunnskólanum. Bæjarstjórn unga fólksins leggur áherslu á að gæði hádegisverða í GSS verði tekin til skoðunar. Bæjarstjórn unga fólksins leggur einnig áherslu á að kennsla verði fjölbreyttari með áherslu á verklega kennslu. Þá hvetur bæjarstjórn unga fólksins einnig til aukins samstarfs um félagslíf milli grunnskólana á Snæfellsnesi.
Til máls tóku: Ágústa Arnþórsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir & Ragnar Már Ragnarsson.
Til máls tóku: Ágústa Arnþórsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir & Ragnar Már Ragnarsson.
Fundi slitið - kl. 17:47.
Til máls tóku: Heiðrún Edda Pálsdóttir & Ragnar Ingi Sigurðsson