Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

97. fundur 05. apríl 2017 kl. 17:00 - 17:20 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Ragnheiður Valdimarsdóttir formaður
  • Gunnlaugur Árnason aðalmaður
  • Ingibjörg Ágústdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Höskuldsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Hjörleifsson aðalmaður
  • Sturla Böðvarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Valdimarsdóttir formaður
Dagskrá

1.Staða mála hjá söfnun bæjarins

Málsnúmer 1704031Vakta málsnúmer

Sturla Böðvarsson bæjarstjóri fór yfir safnamál sem tilheyra Safna og menningarmálanefnd.
Staða mála hjá söfnun bæjarins. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri fór yfir safnamál sem tilheyra Safna og menningarmálanefnd.

Norska húsið er komið undir starfsemi Stykkishólmbæjar og Hjördís Pálsdóttir orðin starfsmaður bæjarins. Hjördís mun einnig hafa yfirumsjón með Vatnasafninu.
Starfssemi Eldfjallasafnsins verður með svipuðum hætti og á síðasta ári.

Sturla kynnti framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans sem hýsa Amtsbókasafn - Ljósmyndasafn - Skólabókasafn. Hann sagði frá að fyrirtækið R-3 Ráðgjöf hefði verið fengið til að gera úttekt á starfsemi og flutningunum.

Stefnt er að að Ambókasafnið verði lokað í júli vegna sumarfría starfsmanna og opnað á nýjum stað vonandi í byrjun október. Mikið starf er framundan að pakka niður og skipuleggja sameiginlega starfsemi í nýjum húsakynnum við breyttar aðstæður.

Farið yfir rekstrarreikninga Amtsbóksafns, Eldfjallasafns og Vatnasafns fyrir árin 2014, 2015 og 2016.
Gjaldskrá safna ? kynntar voru gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2017 hjá Amtsbóksafni, Eldfjallasafni, Norska húsins BSH og Vatnasafni, þar hefur verið reynt að samræma gjaldskrár.

Formaður nefndar sagði frá tveimur námskeiðum í markaðsetningu fyrir safnafólk á Vesturlandi þetta var átaksverkefni á vegum Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi ? sóknaráætlun Vesturlands, ánægja var með námskeiðin hjá stafsfólki í Stykkishólmi.
Ákveðið að fá Hjördísi Pálsdóttur safnstjóra á næsta fund til að ræða um safnamál.

Þá verða einnig tekin til umfjöllunar önnur mál sem liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Getum við bætt efni síðunnar?