Fara í efni

Ungmennaráð

4. fundur 17. janúar 2024 kl. 20:00 í Setrinu
Nefndarmenn
  • Heiðrún Edda Pálsdóttir formaður
  • Bjarni Þormar Pálsson aðalmaður
  • Hera Guðrún Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Oddfreyr Atlason aðalmaður
  • Ágústa Arnþórsdóttir aðalmaður
  • Hjalti Jóhann Helgason aðalmaður
  • Íris Ísafold Sigurbjartsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiðrún Edda Pálsdóttir formaður
Dagskrá

1.Viðburðir og menningardagskrá

Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer

Hjördís Pálsdóttir, formaður FAS kynnir viðburði á vegum félagsins.
Hræðilega helgin verður haldin 16-18 febrúar með svipuðum hætti og í fyrra.
Hjördís spurði hvort ungmennaráðið eða X-ið vilji taka að sér að skreyta bæjinn og búa til auglýsingu fyrir helgina.

Talað var um að finna fleiri atburði sem höfða til ungs fólks innan viðburða FAS.

2.Kynning áheyrnarfulltrúa

Málsnúmer 2401011Vakta málsnúmer

Kynning áheyrnarfulltrúa á sínum nefndum.
Áheyrnarfulltrúar fóru yfir helstu verkefni nefnda.

3.Nordic Youth Summit

Málsnúmer 2401012Vakta málsnúmer

Hjalti og Ágústa kynna Nordic Youth Summit.
Hera, Ágústa og Hjalti kynntu Nordic Ungmennaþing sem fram fór í Hörpu 24.-25. nóvember 2023, þar sem ungir leiðtogar frá öllum norðurlöndum komu saman til að móta framtíðina. Farið var yfir Action plan þar sem fram koma helstu niðurstöður þingsins. Aðgerðaáætlunin var afhent stjórnvöldum í lok fundar.

4.Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf

Málsnúmer 2401010Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur að frumvarpi til laga um æslulýðs- og íþróttastarf ásamt mati á áhrifum lagasetningar og umsögnum.
Kynnt voru áform um ný lög. skrifuð var umsögn þar sem ráðið fagnaði því að endurskoða eigi núgildandi æskulýðslög.


Ráðið tekur undir endurskoðun æskulýðslaga og mikilvægi þess að festa í lög starf félagsmiðstöðva.

Með því að lögfesta starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa eflist félagslíf eftir grunnskólagöngu. Við sjáum þetta sem tækifæri til að sameina og efla félagslíf á Snæfellsnesi og í framhaldsskólanum. Einnig getur þetta tryggt félagslíf þeirra sem fara ekki í skóla beint eftir grunnskólagöngu og þeirra sem eru á atvinnumarkaði.

Við sem sitjum í ungmennaráði fyrir sveitarfélagið vorum öll sterk í okkar félagsmiðstöð. Starf í félagsmiðstöð eflir karakter einstaklings, samskipti, félagsfærni, sjálfstraust og fleira sem nýtist einstaklingum í framtíðinni á ýmsum sviðum. Þess vegna teljum við aðgangur að frístund mikilvægur frá vöggu til grafar.

5.Bæjarstjórn unga fólksins

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti hugmyndir um bæjarstjórnarfundi unga fólksins fyrir ungmennaráði á 3. fundi ráðsins. Ráðið tók vel í hugmyndina og óskaði eftir að fá að móta hugmyndina frekar.
Rætt var að halda opinn fund með 13. til 24. ára íbúum og kynna bæjarstjórnarfund ungafólksins. Fá hugmyndir af málefnum fyrir bæjarstjórnarfundinn.

Niðurstaðan var að kynna hugmyndina fyrir eldri bekki grunskóla og safna upplýsingum fyrir fund.
Ráðið stefnir að dagsetningu fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins miðvikudaginn 8. maí 2024.
Ráðið ætlar einnig að senda út hlekk að könnun þar sem ungmenni geta komið á framfæri hugmyndum og skoðunum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?