Fara í efni

Starfsfólk óskast til starfa í Öldrunarmiðstöð Skólastíg 14

10.10.2023
Fréttir Laus störf

Öldrunarmiðstöð er ný þjónustu- og félagsmiðstöð í Stykkishólmi sem hefur að markmiði að sameina öldrunar- og velferðarþjónustu sveitarfélagsins undir einn hatt á einum stað.

Leitað er eftir starfsfólki í heimaþjónustu, heimilisþrif og félagslega stuðningsþjónustu. Einnig vantar starfsfólk til starfa við þrif á sameign, í þvottahús, ígrip í eldhúsi ofl.

Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri;

  • hafa ríka þjónustulund
  • geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði
  • góða hæfni í mannlegum samskiptum
  • stundvísi og jákvæðni
  • mikla ábyrgðatilfinningu og síðast en ekki síst að hafa ánægju af starfinu.

Í boði er 100% starf og eða hlutastarf.

Karlmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja um þar sem hallar á það kyn í starfshópnum.

Starfsandi er mjög góður og erum við öll í sama teyminu og tilbúin til þess að hjálpast að, þvert á störf og verkefni. Meginmarkmiðið er að veita góða þjónustu og vera hluti af heild sem nýtur þess að starfa saman.

Umsóknarfrestur er til og með 23.október 2023

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. Sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rannveig Ernudóttir, forstöðukona, s: 433-8165, netfang: rannveig@stykkisholmur.is og Ríkharður Hrafnkelsson, mannauðs- og launafulltrúi, sími 433-8100, en einnig má beina fyrirspurnum á netfangið, rikki@stykkisholmur.is.

Hægt er að sækja um starfið á íbúagátt Stykkishólms, en einnig má skila inn umsóknum rafrænt á netföngin hjá Rannveigu eða Ríkharði.

Getum við bætt efni síðunnar?