Fara í efni

Aðventudagatal 2025

27.11.2025
Fréttir Lífið í bænum

Aðventan er viðburðarríkur tími í Stykkishólmi og færist sífellt í aukanna að landsmenn sæki Hólminn heim til að upplifa töfrandi jólastemmninguna með heimamönnun. Líkt og undanfarin ár er hafa helstu viðburðir aðventunar í Stykkishólmi verið teknir saman í aðventudagskrá sem má finna hér að neðan.

Athygli er vakin á því að dagskráin nær ekki utan um lengda opnunartíma verslana eða tilboð og er fólk því hvatt til að vera á tánum og fylgjast vel með auglýsingum frá þjónustuaðilum á svæðinu. Á www.visitstykkisholmur.is undir hvað er í gangi má nálgast frekari upplýsingar um jólaopnanir, jólahlaðborð, tilboð þjónustuaðila og fleira.

Einnig er vakin athygli á að fyrirhugað er að halda þrettándabrennu líkt og gert hefur verið undanfarin ár þó það komi ekki fram á dagatalinu.

Hér að neðan má sjá aðventudagskrána. Smelltu á myndina til að stækka hana.

Getum við bætt efni síðunnar?