Fara í efni

Aðventudagatalið 2023 komið út

24.11.2023
Fréttir Lífið í bænum

Undanfarin ár hefur Svæðisgarðurinn gefið út aðventuhandbók með það að markmiði að upplýsa Snæfellinga um viðburði, vörur og þjónustu sem í boði er á aðventunni á Snæfellsnesi. Aðventuhandbókin verður þó ekki gefin út í ár en þess í stað hefur starfsfólk í Ráðhúsi Stykkishólms og stjórn Félags atvinnulífs í Stykkishólmi hnoðað saman viðburðadagskrá fyrir aðventuna í Stykkishólmi og verður hún borin í öll hús á næstu dögum. Dagskráin hangir einnig upp á víðförnum stöðum í Stykkishólmi.

Athygli er vakin á því að dagskráin nær ekki utan um lengda opnunartíma verslana eða tilboð og er fólk því hvatt til að vera á tánum og fylgjast vel með auglýsingum frá þjónustuaðilum á svæðinu. Á www.visitstykkisholmur.is undir hvað er í gangi má nálgast frekari upplýsingar um jólaopnanir, jólahlaðborð, tilboð þjónustuaðila og fleira. 

Í ljósi þess að dagskráin ratar ekki inn um bréfalúgur fyrir helgina er sérstök athygli vakin á því að mikið er um að vera næsta laugardag, 25. nóvember og víða lengdir opnunartímar verslana í Stykkishólmi. Einnig er vakin athygli á að fyrirhugað er að halda þrettándabrennu miðvikudaginn 6. janúar 2024 þó það komi ekki fram á dagatalinu. Nánari upplýsingar um það síðar.

Hér að neðan má sjá aðventudagskrána sem borin verður í hús eftir helgi. Hægt er að smella á myndina til að stækka hana.

Á nýju ári munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hirða upp jólatré við lóðarmörk.
Tímasetning auglýst síðar.

Getum við bætt efni síðunnar?