Fara í efni

Aðventudagskrá í smíðum

13.11.2023
Fréttir

Undanfarin ár hefur Svæðisgarðurinn geðfið út aðventuhandbók með það að markmiði að upplýsa Snæfellinga um viðburði, vörur og þjónustu sem í boði er á aðventunni á Snæfellsnesi. Aðventuhandbókin verður þó ekki gefin út í ár en þess í stað mun starfsfólk í Ráðshúsinu og stjórn Félgas atvinnulífs í Stykkishólmi sjá um að koma viðburðadagskrá fyrir aðventuna í Stykkishólmi saman og gera hana aðgengilega fyrir íbúa og gesti.

Þeir sem vilja koma upplýsingum um viðburði, tilboð eða lengri opnunartíma verslana á dagskánna eru beðnir um að senda póst, á: info@visitstykkisholmur.is, með þeim upplýsingum fyrir 16. nóvember.

Íbúar og gestir verða hvattir til að fylgjast með viðburðadagskrá í Stykkishólmi á vefsíðunni Visit Stykkishólmur. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að heimsækja síðuna.

Visit Stykkishólmur

Getum við bætt efni síðunnar?