Aðventudagskrá í vinnslu
Aðventan er viðburðaríkur tími í Stykkishólmi og færist sífellt í aukanna að landsmenn sæki Hólminn heim til að upplifa töfrandi jólastemmninguna með heimamönnun. Víða eru Hólmarar farnir að hengja upp skreytingar fyrir jólatíðina og fyrirtæki byrjuð að auglýsa jólahlaðborð og fleira.
Líkt og undanfarin ár er nú unnið að því að setja saman viðburðadagskrá fyrir aðventuna í Hólminum sem gerð verður aðgengileg fyrir íbúa og gesti. Þeir sem vilja koma upplýsingum um opna viðburði á dagskrá eru beðnir um að senda póst á netfangið: jonsindri@stykkisholmur.is, með þeim upplýsingum fyrir 20. nóvember næstkomandi.
Þá er einnig vakin athygli á viðburðadagskrá í Stykkishólmi á vefsíðunni visitstykkishólmur.is en þar má jafnan finna upplýsingar um viðburði á döfinni.