Annar fundur bæjarstjórnar unga fólksins
Annar fundur bæjarstjórnar unga fólksins fór fram miðvikudaginn, 7. maí. Bæjarstjórn unga fólksins er skipuð ungmennum úr ungmennaráði sem sjá um fundarstjórn og undirbúning fundar. Á fundinum kynntu fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins áherslumál sín og bæjarfulltrúar brugðust við.
Á fundinum var bæjarstjórn Stykkishólms hvött til að beita sér fyrir því að fjölga ferðum í skólaakstri til Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Bæjarstjórn unga fólksins hvatti til þess að þrýst verði á Vegagerðina til að malbika Aðalgötu frá Bónus og upp úr bænum sem allra fyrst. Þá var einnig vakin athygli á að víða mætti bæta vegi og gangstéttir innanbæjar.
Ástand knattspyrnuvalla var tekið til umræðu á fundinum, auk samgöngumála og skólamála.
Smelltu á hnappinn hér að neðan til að skoða fundargerð bæjarstjórnar unga fólksins.
Bæjarstjórn unga fólksins 2. fundur
Fundurinn var einnig tekinn upp og er nú aðgengilegur á youtuberás sveitarfélagins. Sjá hér að neðan.