Fara í efni

Annar fundur bæjarstjórnar unga fólksins

19.05.2025
Fréttir Stjórnsýsla

Annar fundur bæjarstjórnar unga fólksins fór fram miðvikudaginn, 7. maí. Bæjarstjórn unga fólksins er skipuð ungmennum úr ungmennaráði sem sjá um fundarstjórn og undirbúning fundar. Á fundinum kynntu fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins áherslumál sín og bæjarfulltrúar brugðust við.

Á fundinum var bæjarstjórn Stykkishólms hvött til að beita sér fyrir því að fjölga ferðum í skólaakstri til Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Bæjarstjórn unga fólksins hvatti til þess að þrýst verði á Vegagerðina til að malbika Aðalgötu frá Bónus og upp úr bænum sem allra fyrst. Þá var einnig vakin athygli á að víða mætti bæta vegi og gangstéttir innanbæjar.

Ástand knattspyrnuvalla var tekið til umræðu á fundinum, auk samgöngumála og skólamála.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að skoða fundargerð bæjarstjórnar unga fólksins.

Bæjarstjórn unga fólksins 2. fundur

Fundurinn var einnig tekinn upp og er nú aðgengilegur á youtuberás sveitarfélagins. Sjá hér að neðan.

Hera Guðrún Ragnarsdóttir, fulltrúi bæjarstjórnar unga fólksins
Getum við bætt efni síðunnar?