Fara í efni

Auglýsing um skipulag - Agustsonreitur

24.09.2025
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag – Sveitarfélagið Stykkishólmur

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi aðalskipulagsbreyting á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022:

Agustsonreitur - Aðalskipulag

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 36. fundi sínum 8. maí 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytinga á landnotkun á svokölluðum Agustsonreit, við Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og 2. Breytingin felur í sér að landnotkun breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu og íbúðarsvæði. (Mál nr. 40/2024)

Á skipulagsgáttinni má finna gögn tengd málinu. Smelltu á hnappinn hér að neðan.

Skipulagsgátt

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Agustsonreitur - Deiliskipulag

Agustsonreitur tekur til þriggja lóða; Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2. Í deiliskipulagstillögunni verður gert ráð fyrir hóteli með samkomu- og ráðstefnusal, verslunar- og þjónusturýmum og kjallara fyrir bílastæði o.fl. á Austurgötu 1 og íbúðarbyggingu með verslun og þjónustu á neðri hæð á Austurgötu 2. Friðuð bygging við Aðalgötu 1 verður óbreytt.(Mál nr. 49/2024).

Á skipulagsgáttinni má finna gögn tengd málinu. Smelltu á hnappinn hér að neðan.

Skipulagsgátt

Hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér tillögurnar

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillögurnar á vef sveitarfélagsins (www.stykkisholmur.is) og á Skipulagsgáttinni (www.skipulagsgatt.is)

Athugasemdafrestur er til og með 5. nóvember.2025 og er eingöngu tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgáttina.

Opið hús verður þriðjudaginn 21. október nk. í Ráðhúsinu í Stykkishólmi frá kl. 17:00 – 18:00, þar tækifæri gefst til þess að kynna sér tillögurnar.

Þuríður Ragna Stefánsdóttir
Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Stykkishólms.

Getum við bætt efni síðunnar?