Fara í efni

Auglýsing um skipulag - Hamraendi & Kallhamar

24.09.2025
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag – Sveitarfélagið Stykkishólmur

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi aðalskipulagsbreyting á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022:

Hamraendi, Kallhamar og flugvöllur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 35. fundi sínum 28. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, ásamt breytingu á flugvelli. Breyting felur í sér að stækka núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda norðvestan flugvallarins, að skilgreina stækkun á athafnasvæði A3 við Kallhamar, suðvestur af flugvellinum í Stykkishólmi, inn á svæði sem nú er skilgreint óbyggt svæði í aðalskipulagi, og gera ráð fyrir nýrri hafnaraðstöðu (H3). Þar byggist upp grænn iðngarður með áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda í og við Breiðafjörð, haftengda starfsemi og nýsköpun og að endurskoða og breyta lengd flugbrautar og helgunarsvæði hennar í samráði við ISAVIA og aðlaga að aðliggjandi landnotkun. Ekki eru reglulegar flugsamgöngur við Stykkishólm, en flugbrautin nýtist m.a. fyrir sjúkraflug. (Mál nr. 1027/2024)

Á skipulagsgáttinni má finna göng tengd málinu. Smelltu á hnappinn hér að neðan.

Skipulagsgátt

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

Kallhamar

Í deiliskipulagstillögunni er svæðið útfært með áherslu á að þar verið grænn iðngarður. Lóðir og byggingarreitir eru afmarkaðir og gerð grein fyrir byggingarheimildum. Einnig er gerð grein fyrir öðrum framkvæmdum s.s. vega- og stígagerð, veitum, mengunarvörnum og öðrum viðeigandi þáttum til grundvallar útgáfu leyfa til bygginga og framkvæmda. (Mál nr. 1029/2024)

Á skipulagsgáttinni má finna göng tengd málinu. Smelltu á hnappinn hér að neðan.

Skipulagsgátt

Hamraendi

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir athafnasvæði og tekur til núverandi byggð við Hamraenda og teygir sig yfir óbyggt svæði í suðvestur átt. (Mál nr.1030/2024)

Á skipulagsgáttinni má finna göng tengd málinu. Smelltu á hnappinn hér að neðan.

Skipulagsgátt

Hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér tillögurnar

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillögurnar á vef sveitarfélagsins (www.stykkisholmur.is) og á Skipulagsgáttinni (www.skipulagsgatt.is)

Athugasemdafrestur er til og með 5. nóvember.2025 og er eingöngu tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgáttina.

Opið hús verður þriðjudaginn 21. október nk. í Ráðhúsinu í Stykkishólmi frá kl. 17:00 – 18:00, þar tækifæri gefst til þess að kynna sér tillögurnar.

Þuríður Ragna Stefánsdóttir
Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Stykkishólms.

Getum við bætt efni síðunnar?