Berserkir leita að fundargerðabók
Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Berserkja verður haldinn þriðjudaginn 11. nóvember 2025 kl. 20:00 í húsi Félagsins á Nesvegi 1. Meðal dagskrárliða á fundinum er skrásetning sögu félagsins en björgunarveitin vinnur nú að því að skrásetja sögu Berserkja með skipulögðum hætti. Fyrsta fundargerðabók björgunarsveitarinnar hefur ekki komið í leitirnar ennþá og biðlar sveitin því til þeirra sem eitthvað kunna að vita um afdirf hennar að hafa samband.
Þá eru allar upplýsingar frá tímabilinu 1972 til 1976 vel þegnar. Þeir sem geta sagt frá störfum sveitarinnar frá þessum tíma, vinsamlegast hafið samband við Svanborgu í síma 860 8843 eða á netfangið svansig50@gmail.com