Breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Hóla 5a í Helgafellssveit
Þann 28. apríl síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hóla 5a samanber 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hólar 5a er 3,2 ha spilda úr landi Hóla sem er í dag skilgreind sem landbúnaðarland. Fyrirhugað er að breyta landnotkun úr landbúnaði í frístundabyggð með heimild fyrir þrjú frístundahús og eitt íbúðarhús.
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.stykkisholmur.is og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is, frá 16. júlí 2025. Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu berast skriflega í gegnum www.skipulagsgátt.is málsnúmer 651/2024 (aðalskipulagsbreyting) og 652/2024 (deiliskipulagstillaga), eigi síðar en 27. ágúst 2025.
Opið hús verður í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Stykkishólms, Hafnargötu 3, fimmtudaginn 14. ágúst milli kl. 16.00 og 17.00, þar sem hægt er að skoða tillögurnar.
Þuríður Ragna Stefánsdóttir
Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Stykkishólms