Fara í efni

Brunavarnaráætlun Stykkishólms og nágrennis uppfærð

17.01.2024
Fréttir

Þann 21. desember síðastliðinn var brunavarnaráætlun Brunavarna Stykkishólms undirrituð af slökkviliðsstjóra, sveitarstjóra sveitafélags Stykkishólms og nágrennis og forstjóra HMS.

Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu. Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki HMS og viðkomandi sveitarstjórnar. Slökkviliðsstjóri vinnur brunavarnaáætlun sem er öflugt verkfæri til að ná fram yfirsýn yfir starfsemi og ástand slökkviliðs og hversu vel í stakk búið það er að takast við áhættur á sínu svæði.

Brunavarnaráætlun Stykkishólms og nágrennis má sjá hér.

Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis
Getum við bætt efni síðunnar?