Fara í efni

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tekur gildi

02.10.2023
Fréttir Skipulagsmál

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda 2. október.

Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð í samræmi við 41. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti þann 18. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún auglýst 26. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 9. júní 2023. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 24. maí. Með afgreiðslubréfi þann 17. ágúst sl., gerði Skipulagsstofnun minniháttar athugasemdir við skipulagstillöguna og var hún uppfært í samræmi við það. Stofnunin afgreiddi skipulagstillöguna án frekari athugasemda þann 22. september sl.

Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022 en þar er svæðið skilgreint sem hafnarsvæði. Deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits og eru helstu markmið þess að skilgreina skynsamlega nýtingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu. Auk skipulagsskilmála fyrir núverandi byggðar og óbyggðar lóðir, eru settir fram skilmálar fyrir nýjar lóðir við Nesveg 25 og 14a. Á vinnslustigi tillögugerðarinnar voru lóðirnar Nesvegur 22a og 24 felldar utan deiliskipulagssvæðis vegna fyrirséðra áhrifa á aðliggjandi minja- og útivistarsvæði, sem til stendur að skipuleggja í kjölfar þessa deiliskipulags. Við gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi deiliskipulag fyrir Nesveg 12 og 14.

Vakin er athygli á málskotsrétti skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála nr. 130/2011, en þar er kveðið svo á að þeir sem lögvarða hagsmuna eiga að gæta er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu deiliskipulagstillögu í B- deild Stjórnartíðinda, þ.e. til og með 2. nóvember 2023.

Þeim sem gerðu athugasemdir við deiliskipulagstillöguna á auglýsingartíma hefur verið sendur tölvupóstur með samantekt athugasemda, viðbrögðum sveitarfélagsins við þeim og upplýsingum um málsskotsrétt sinn.

Stykkishólmi , 2. október 2023

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi

Smelltu hér til að skoða deiliskipulag fyrir Skipavík

Getum við bætt efni síðunnar?