Fara í efni

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis

21.05.2025
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag – Sveitarfélagið Stykkishólmur

Þann 8. maí síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsbreyting nær til lóðar D þar sem íbúðum fjölgar úr 4-6 í 10 íbúðir, byggingarreitur breytist þannig að 10 íbúðir passi betur á reitina og bílastæðum fjölgar úr 7 í 10.

Tillagan er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.stykkisholmur.is, í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is og í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Stykkishólms, frá 21. maí 2025. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu berast skriflega í gegnum www.skipulagsgátt.is málsnúmer 590/2025, eigi síðar en 2. júlí 2025.

Kynningarfundur verður haldinn 4. júní nk. í Amtsbókasafninu kl. 16.30 – 17.30.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér tillöguna.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis

Þuríður Ragna Stefánsdóttir,

skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Stykkishólms

Tilllaga að breytingu dsk
Getum við bætt efni síðunnar?