Fara í efni

Fréttir

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tekur gildi
Fréttir Skipulagsmál

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tekur gildi

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda 2. október. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð í samræmi við 41. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti þann 18. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún auglýst 26. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 9. júní 2023. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 24. maí. Með afgreiðslubréfi þann 17. ágúst sl., gerði Skipulagsstofnun minniháttar athugasemdir við skipulagstillöguna og var hún uppfært í samræmi við það. Stofnunin afgreiddi skipulagstillöguna án frekari athugasemda þann 22. september sl.
02.10.2023
Hilmar Hallvarðsson stýrði síðasta opna fundi vegna málsins, í mars sl.
Fréttir Skipulagsmál

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis Skipavíkur

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis Skipavíkur verður haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms miðvikudaginn 24. maí kl. 17:00. Deiliskipulagstillagan er aðgengileg á vef sveitarfélagsins og í móttöku ráðhússins að Hafnargötu 3, á opnunartíma kl. 10-15, til og með 9. júní 2023. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan ofangreinds frests teljast samþykkir henni.
22.05.2023
Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík
Fréttir Stjórnsýsla Skipulagsmál

Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík

Þann 18. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits, sem í aðalskipulagi er að mestu skilgreindur sem hafnarsvæði. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina skynsamlega nýtingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu
25.04.2023
Getum við bætt efni síðunnar?