Fara í efni

Fréttir

Auglýsing um skipulag - Agustsonreitur
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag - Agustsonreitur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 36. fundi sínum 8. maí 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytinga á landnotkun á svokölluðum Agustsonreit, við Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og 2. Breytingin felur í sér að landnotkun breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu og íbúðarsvæði. (Mál nr. 40/2024)
24.09.2025
Auglýsing um skipulag - Hamraendi & Kallhamar
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag - Hamraendi & Kallhamar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á 35. fundi sínum 28. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnasvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar, ásamt breytingu á flugvelli. Breyting felur í sér að stækka núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda norðvestan flugvallarins, að skilgreina stækkun á athafnasvæði A3 við Kallhamar, suðvestur af flugvellinum í Stykkishólmi, inn á svæði sem nú er skilgreint óbyggt svæði í aðalskipulagi, og gera ráð fyrir nýrri hafnaraðstöðu (H3). Þar byggist upp grænn iðngarður með áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda í og við Breiðafjörð, haftengda starfsemi og nýsköpun og að endurskoða og breyta lengd flugbrautar og helgunarsvæði hennar í samráði við ISAVIA og aðlaga að aðliggjandi landnotkun. Ekki eru reglulegar flugsamgöngur við Stykkishólm, en flugbrautin nýtist m.a. fyrir sjúkraflug. (Mál nr. 1027/2024)
24.09.2025
Mynd af svæðinu
Fréttir Skipulagsmál

Mögulegt samstarf um uppbyggingu íbúðahverfis í Stykkishólmi

Sveitarfélagið Stykkishólmur leitar eftir áhugasömum aðila eða aðilum til frekari viðræðna um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi í Stykkishólmi. Áhugasamir aðilar eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn í samræmi við ofangreint til Sveitarfélagsins Stykkishólms á netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is eigi síðar en fyrir lok dags þann 25. ágúst 2025.
11.08.2025
Breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar  og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a

Þann 28. apríl síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hóla 5a samanber 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.07.2025
Tilllaga að breytingu dsk
Fréttir Skipulagsmál

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis

Þann 8. maí síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsbreyting nær til lóðar D þar sem íbúðum fjölgar úr 4-6 í 10 íbúðir, byggingarreitur breytist þannig að 10 íbúðir passi betur á reitina og bílastæðum fjölgar úr 7 í 10.
21.05.2025
Tillögur að skipulagi fyrir Hamraenda og Kallhamar kynntar
Fréttir Skipulagsmál

Tillögur að skipulagi fyrir Hamraenda og Kallhamar kynntar

Bæjarstjórn samþykkti á 33. fundi sínum 27. febrúar að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og deiliskipulagstillögur fyrir Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi, þriðjudaginn 25. mars 2025 kl. 16.00-18.00.
28.02.2025
Agustsonreiturinn, séð úr lofti til suðurs.
Fréttir Skipulagsmál

Vinnslutillögur fyrir Agustsonreit kynntar

Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst 2024 að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum. Vinnslutillögurnar eru nú til kynningar með athugasemdafresti til og með 7. mars 2025. Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið í Amtbókasafninu í Stykkishólmi, miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl.16.00- 18.00. Skipulagshönnuður verður með kynningu kl. 16:30.
07.02.2025
Vigrafjörður
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing - Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi

Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur haft til meðferðar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012 – 2024 . Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum þann 24.04.2024, að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
19.12.2024
Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit
Fréttir Skipulagsmál

Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit

Þann 14. ágúst 2024 samþykkti bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms, í umboði bæjarstjórnar, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í Helgafellssveit í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.
02.10.2024
Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt
Fréttir Skipulagsmál

Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt

Þann 24. apríl 2024, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu.
24.07.2024
Getum við bætt efni síðunnar?