Dagur Emilsson ráðinn í stöðu verkefnastjóra framkvæmda og eigna
Dagur Emilsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra framkvæmda og eigna hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi sem auglýst var 28. mars síðastliðinn.
Dagur lauk meistaraprófi í húsasmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík árið 2009 og hefur sinnt bæði nýsmíði og viðhaldi á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gegnum árin. Frá árinu 2018 hefur hann starfað fyrir Þ.B. Borg trésmiðju. Samhliða starfi sínu hjá Þ.B. Borg hefur Dagur sinnt störfum fyrir slökkviliðið frá árinu 2020. Auk þess hefur Dagur lokið nokkrum námskeiðum sem kunna að nýtast vel í nýju starfi. Þar á meðal námskeiði um gerð eldri timburhúsa og námskeiði sem veitir starfsleyfi til byggingarstjóra.
Gert er ráð fyrir að Dagur hefji störf fyrir sveitarfélagið í júní næstkomandi. Sveitarfélagið óskar Degi til hamingju með nýju stöðuna og velfarnaðar í starfi.