Dorgveiðin vinsæl
Undanfarin kvöld hefur nokkuð borið á því að ungmenni í Stykkishólmi stundi dorgveiði á bryggjunni. Sveitarfélagið vill biðla til foreldra og forráðamanna að brýna fyrir börnum sínum að fara ekki um borð í báta þegar þau eru að veiða á höfninni og kasta frekar út frá bryggjukantinum.
ATH: Veiðibox með spúnum og önglum fannst á höfninni – eigandi getur vitjað þess á hafnarvoginni.