Fara í efni

Drenlögn lögð við ærslabelginn

02.06.2023
Fréttir

Enn sem komið er hefur ekki verið hægt að blása lofti í ærslabelginn í Stykkishólmi. Það örsakast af því hve blautur jarðvegurinn er við staðsetningu belgsins, en jarðvegurinn heldur belgnum niðri og má því ekki vera of blautur svo gott hald fáist af honum.

Nú er fyrirhugað að vinna bætur á þessu með því að moka niður drenlögn ofan við ærslabelginn til að þurrka jarðveginn. Framvegis ætti því að vera hægt að blása lofti í hann fyrr á sumrin.

Vonast er til að hægt verði að setja loft í belginn á næstu dögum.

Ærslabelgurinn í Stykkishólmi
Getum við bætt efni síðunnar?