Fara í efni

Tveir ungir Hólmarar skipulögðu taflmót

27.10.2023
Fréttir

Vikuna 16.-20. október var hin árlega félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavika Samfés hladin víðsvegar um land. Af þessu tilefni  skipulögðu tveir ungir skákáhugamenn taflmót fyrir bæði miðstig og efsta stig Grunnskólans og sáum þér alfarið um að safna vinningum og stýra mótinu. Þetta voru þeir Hjalti Jóhann Helgason, nemandi í 10. bekk, og Stefán Karvel Kjartansson, nemandi í 9. bekk. Eru þeim færðar þakkir fyrir þeirra framlag til viðburðahalds fyrir ungmenni sem sækja félagsmiðstöðina. Jafnframt var foreldrum boðið að fylgjast með og buðu ungmennin upp á heitar vöfflur og kakó.

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan hefur það að markmiði að kynna og varpa ljósi á það mikilvæga starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum og ungmennahúsinu fyrir börn og ungmenni. Starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa er í eðli sínu forvarnastarf og ætlað að styðja við félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun og heilbrigði ungs fólks. Þátttaka í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa í öruggu umhverfi með fagfólki hefur mikilvægt forvarnargildi og eykur líkur á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun.

Getum við bætt efni síðunnar?