Fara í efni

Leitað að nafni á Barnamenningarhátíð Vesturlands

07.04.2025
Fréttir

Samband Sveitarfélaga á Vesturlandi efnir til Barnamenningarhátíðar Vesturlands 2025 næsta haust. Af því tilefni er leitað til skapandi krakka á Vesturlandi og þau beðin um að senda inn hugmyndir að nafni á hátíðina. Heitið má vera fyndið, frumlegt eða bara algjör snilld! Gott væri ef það myndi á einhvern hátt endurspegla Vesturland.

Verðlaun í boði

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurhugmyndinar en það er pizzaveisla fyrir allan bekkinn/deildina á bekkjarkvöldi og sigurvegarinn að hugmyndinni fær sérstakt viðurkenningarskjal.

Sóknaráætlun Vesturlands bíður spennt eftir þínum hugmyndum. Allir undir 18 ára aldri sem búa á Vesturlandi eru hvattir til að taka þátt. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að senda inn tillögu að nafni á Barnamenningarhátíð Vesturlands 2025. Skilafrestur er 24. maí næstkomandi.

Senda tillögu

Nafnið verður afhjúpað í byrjun sumars, og verður notað á Barnamenningarhátið Vesturlands sem áætlað er að verði haldin til framtíðar í landshlutanum. Fyrir fyrirspurnir má hafa samband við trúnaðarmann keppninnar, Sigurstein Sigurðsson menningarfulltrúa SSV á netfangið sigursteinn@ssv.is.

Getum við bætt efni síðunnar?