Fara í efni

Enn er hægt að skrá sig til leiks á landsmót 50+

15.06.2023
Fréttir

Nú styttist ófluga í Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi en mótið er haldið Jónsmessuhelgina 23.-25. júní. Þó mótið sé í grunninn hugsað fyrir fólk yfir miðjum aldri geta allir tekið þátt í einhverjum keppnisgreinum. Dagskrá mótsins er fjölbreytt og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Landsmót UMFÍ hefur verið haldið árlega í meira en áratug. Mótið í ár er haldið í Hólminum samhliða Dönskum dögum og má því búast við miklum fólksfjölda. Þétt dagskrá er í Hólminum þessa helgi og heilmikil afþreying í boði.

Magnús spáir sumarblíðu

Enn er hægt að skrá sig til leiks á Landsmótið en skráningu líkur mánudaginn 19. júní. Eru því Hólmarar og aðrir hvattir til að láta slag standa og skrá sig til leiks. Magnús Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Stykkishólms er bjartsýnn fyrir mótinu. "Við Hólmarar eigum öflugt íþrótta- og afreksfólk á öllum aldri og ég hef fulla trú að því að heimamenn láti til sín taka á mótinu."  - segir Magnús. Aðspurður út í veðurspá gerir Magnús ráð fyrir björtu veðri, hlýju og hæglætis vind landsmótshelgina, en Magnús hefur löngum þótt afar veðurglöggur.

Hefur þú kynnt þér hvað verður í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi?

Á meðal greina í boði eru:
Boccía, bridds, frjálsar íþróttir, golf, götuhlaup, hestaíþróttir, hjólreiðar, körfubolti 3:3, pútt, ringó, skák, stígvélakast og sund.

Að auki geta allir sem vilja spreytt sig í eftirfarandi:
Badminton, hlaupaskotfimi (biathlon), borðtennis, frisbígolf, hádegisjóga, petanque, pílukast og fleira.

Tveir aðgangsmiðar eru í boði: Hvítt armband er fyrir 50 ára og eldri og gildir í allar greinar. Rautt armband er fyrir 18 og eldri og gildir það í tilteknar greinar.

Allt um mótið á og viðburðina á því á www.umfi.is

Dagskrá mótsins

Mynd frá Vestfjarðarvíkingnum í Stykkishólmi 2020
Getum við bætt efni síðunnar?