Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavika
Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan fer fram um allt land 13.-17. október. Vikan er árleg og er ætlað að varpa ljósi á það góða starfið sem þar er unnið.
Félagsmiðstöðin X-ið tekur þátt í félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikunni með því að bjóða foreldrum, systkinum og íbúum að kíkja við í opnanir. Vikan hefur það að markmiði að varpa ljósi á mikilvægi og virði þessa vettvangs fyrir börn og ungmenni. Foreldrar, forráðamenn, systkini, vinir og aðrir aðstandendur eru hvött til að kynna sér starfsemina.
Starf félagsmiðstöðvarinnar kynnt fyrir fjölskyldum
Ungmennum gefst í vikunni kostur á að bjóða fjölskyldum sínum og ættingjum að þiggja kaffi og vöfflur í félagsmiðstöðinni og kynna um leið fyrir þeim starfið sem þar fer fram.
Hlutverk félagsmiðstöðva
Hlutverk félagsmiðstöðva er að bjóða börnum og unglingum upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Mikilvægt er að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi.
Áhersla er lögð á að virkja börn og unglinga til þátttöku og framkvæmda í starfinu. Félagsmiðstöðvarstarfið er fjölbreytt og er dagskrá unnin með ungmennum. Þær standa einnig að stærri viðburðum eins og söngvakeppni og í ár mun X-ið sjá um að halda SamVest sem er viðburður fyrir allar félagsmiðstöðvar af vesturlandi þar sem valinn verður fulltrúi fyrir svæðið til að taka þátt í Söngkeppni Samfés sem er keppni á landsvísu og X-ið hefur staðið sig vel í undanfarin ár.
Hér að neðan er dagskrá fyrir október þar sem fram koma tímasetningar opnana fyrir opnu vikuna:
Miðvikudagurinn 15. október
- 5., 6. og 7. bekkur, kl. 17:15 til 18:30
Fimmtudagurinn 16. október
- 8.-10. bekkur, kl. 20:00-21:45