Friðarganga
Friðarganga á Þorlásmessu
Friðarganga verður gengin á Þorláksmessu og hefst hún samkvæmt venju kl. 18.00. Gengið verður frá Hólmgarði niður á Pláss og mun Sr. Hilda María Sigurðardóttir í fylgd með bæjarstjóra leiða gönguna. Níundi bekkur grunnskólans verður með sölu á rafkertum við upphaf göngu á kr. 1.600, og heitt súkkulaði að lokinni friðagöngu. Að venju mun 9. bekkur einnig veita viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytinguna í bænum sem nemendur sjá um að velja.
Norska húsið verður opið og er tilvalið að líta þangað inn að göngu lokinni.
Friðarganga á Þorláksmessu er tilvalin stund til að eiga með fjölskyldu og vinum mitt í jólaundirbúningnum. Fjölmennum og sýnum friðarvilja okkar í verki.
Þrettándabrenna
Þrettándabrenna verður haldin við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæði, þriðjudaginn 6. janúar kl 17:30, ef verður leyfir.
Líkt og undanfarin ár munu starfsmenn áhaldahúss hirða jólatré sem lögð verða út við götu 7. - 9. janúar á nýju ári.