Fara í efni

Fjallkonan kraftakeppni

05.06.2024
Fréttir

Kraftakeppnin Fjallkonan fer fram í fyrsta skipti dagana 8. og 9. júní næstkomandi. Um er að ræða kraftakeppni kvenna sem fram fer í Stykkishólmi og á Akranesi. Keppt verður í Stykkishólmi laugardaginn 8. júní og hefjast leikar kl. 12:30 neðan við Fosshótel Stykkishólm. Seinni keppnisgrein fer fram við húsnæði BB og sona á Reitarvegi kl. 14:30. Sunnudaginn 9. júní verður keppt við Guðlaugu á Akranesi kl. 12:30.

Gera má ráð fyrir blómlegu mannlífi í Stykkishólmi komandi helgi þar sem einnig fer fram þungarokkhátíðin Sátan. Spáin fyrir helgina er góð og útlit fyrir að sólin leiki við heimafólk og gesti eins og svo oft áður hér í Hólminum.

Mynd frá Vestfjarðavíkingnum í Stykkishólmi 2020.
Getum við bætt efni síðunnar?