Fjórði leikur fer fram í Stykkishólmi
Snæfell fær Hamar í heimsókn í fjórða leik liðanna í 8 liða úrslitum 1. deildar, miðvikudaginn 9. apríl. Leikurinn fer fram í íþróttamiðstöð Stykkishólms kl. 19:15. Hamborgarasala hefst kl. 18:45 og því tilvalið fyrir alla fjölskylduna að taka kvöldverðinn í stúkunni. Stúkan var full á síðasta heimaleik Snæfells og mikil stemmning í húsinu.
Liðin áttust við síðastliðin laugardag í Hveragerði þar sem Hamar komst yfir í einvíginu. það má því gera ráð fyrir hörkuleik í Stykkishólmi.
Til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þarf að sigra þrjá leiki. Það er því um mikilvægan leik að ræða og Snæfellingar allir hvattir til að fjölmenna á leikinn og hjálpa strákunum að jafna einvígið.
Áfram Snæfell.
