Framkvæmdir við Aðalgötu
Eins og vegfarendur hafa eflaust tekið eftir standa nú yfir framkvæmdir við Aðalgötuna í Stykkishólmi. Verið er að endurnýja gamla lögn undir Aðalgötu en framkvæmdin er liður í undirbúningi fyrir umfangsmiklar framkvæmdir Vegagerðarinnar við endurbætur á Aðalgötunni í Stykkishólmi síðar í sumar. Nánar verður greint frá framkvæmdunum þegar nær dregur.