Fara í efni

Framkvæmdir við Aðalgötu

10.09.2025
Fréttir

Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við Aðalgötuna í Stykkishólmi en verið er að bæta undirlag götunnar áður en nýtt malbik verður lagt á hana. Á meðan framkvæmdum stendur er bílaumferð beint um Tjarnarás og Búðanesveg framhjá leikskólanum.

Á þessu svæði er töluverð umferð barna m.a. ungra barna á leið til og frá leikskóla. Rétt er því að minna vegfarendur á að keyra varlega og virða hámarkshraðann.

Verkefninu miðar vel áfram en hér að neðan má sjá nokkrar myndir af framkvæmdunum.

Getum við bætt efni síðunnar?