Fara í efni

Framkvæmdir við sundlaug

09.05.2025
Fréttir

Vegna framkvæmda er útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms lokað. Framkvæmdir hófust 5. maí síðastliðinn og var upphaflega gert ráð fyrir að þessum fyrsta áfanga yrði lokið fyrir 8. maí. Nú liggur fyrir að verkið tekur lengri tíma og sundlaugin lokuð á meðan. Opnað verður eins fljótt og auðið er og allt kapp lagt á að klára framkvæmdina sem fyrst.

Eins og kunnugt er stendur til að endurnýja heitu pottana og þurfti því að loka lauginni vegna lagnaframkvæmda á bakkanum. Um leið og þessum áfanga verksins er lokið verður sundlaug, vaðlaug og innilaug opin en pottasvæði lokað vegna framkvæmda við endurnýjun potta. Opnað verður svo fyrir heitu pottana þegar búið er að fjarlægja þá gömlu og koma nýjum og stærri pottum fyrir. Gert er ráð fyrir að það verk verði klárað undir lok maímánaðar.

Í sumar er einnig gert ráð fyrir að saunaklefi og infrarauður klefi bætist við aðbúnað sundlaugarinnar. Sú aðstaða kemur í tilbúni einingu sem verður komið fyrir á sundlaugarbakkanum þegar hún kemur. Ekki þarf að loka sundlauginni í tengslum við þá framkvæmd. Samhliða þeim framkvæmdum sem nú standa yfir er unnið að því að endurnýja öryggismyndavélakerfi sundlaugarinnar og bæta með því móti öryggi sundlaugagesta.

Getum við bætt efni síðunnar?